fimmtudagur, júlí 15, 2010

967.færsla. Ekkert

Nú er ég allt í einu farin að blogga um ekkert. Maður verður samt eiginlega að gera það bara. Ef maður ætlar alltaf að vera að blogga um eitthvað merkilegt þá bloggar maður aldrei. Allavega er aldrei neitt merkilegt að gerast í mínu lífi:)

Núna samt sko finnst mér ég vera að blogga fyrir daufum eyrum, þar sem það les enginn blogg lengur. Það er samt eiginlega allt í lagi bara. Sérstaklega þegar maður er að blogga um ekkert.

P.S. Mér finnst eðlilegra að segja "blogga um ekki neitt" en ég skrifa samt hér "blogga um ekkert" en þá þýðir það eiginleg að umfjöllunarefni bloggsins sé "EKKERT" frekar en að ég sé ekki að blogga um neitt. Skiljiði?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég held tad já. Er samt ekki viss...

ella sagði...

Mér finnst gaman að Íslenskupælingum. Og ég les bloggið þitt.

ella sagði...

Sennilega á ég að segja: Ég hef gaman af ...

Nafnlaus sagði...

Ég held að fólk lesi alveg blogg lengur. Algjörlega.

dr

Nafnlaus sagði...

Hvernig skrifa ég. Lengur? En hvað?

Meinti enn þá ...

dr

Regnhlif sagði...

:)

Nafnlaus sagði...

Ég les bloggið