mánudagur, júlí 19, 2010

968.færsla. Helgin

Föstudagur. Vinna. Sund m/Ásu í bestu sundlaug í heimi (Kópavogslaugin, auðvitað). Grillpylsur heima með nokkrum vinum. Rölt niður í Hljómskálagarð á tónleika í sólinni. NICE.

Laugardagur. Bíltúr. Þingvellir, mesti hiti landsins þar þann daginn. Rölt um svæðið. Nesti á teppi. Sólbað. Gullfoss. Stokkseyri. Fjöruborðið, huuumar. Heim til Ástu í Grafarvoginum í spjall. AWSOME.

Sunnudagur. Reyta arfa af stéttinni (sko, ég elska að reynta arfa). Bónus með mömmu. Sund með mömmu, Önnu, hennar börnum og einu aukabarni. Kolaportið með Einari. Grillaðir hamborgarar og pottur á pallinum hjá Önnu með öllum fyrrnefndum + Adda og Helgu og þeirra börnum. NICE.

Brjálað gott veður.

Mega góð helgi. Mér líður ekki lengur eins og ég geri ekki neitt og sumarið sé að renna mér úr greipum. Húrra.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er í sama fíling. Við gerðum svo mikið og margt skemmtilegt og yndislegt um helgina að þótt ég gerði ekki meir væri ég samt sátt.

Svo er ég nátla í sumarfríi allan ágúst og þá er brjálað plan ...

Sumarið hefur skyndilega lengst!

dr

Nafnlaus sagði...

gott að þú bloggir áfram, ég sakna bloggsins.
k. Sigga