föstudagur, júlí 30, 2010

970. færsla

Ég veit ekki hvort ég á að hafa áhyggjur af því að það sé eitthvað að mér í heilanum eða eitthvað, en í dag hafa ýmsir feisbúkkarar og fréttamiðlar skrifað orðið "þjóðhátíð" (undarlegt?), og í hvert einasta skipti hef ég lesið orðið sem "þjóðLAGAhátíð". Í alvöru, er þetta eðlilegt? OK, kannski einu sinni eða tvisvar, en ekki hundrað sinnum eins og ég.

Annars er þetta góður dagur. Einarinn minn eini á afmæli í dag. Morgunveisla í morgun og svo förum við út að borða í kvöld. NJUMM.

Já og ég fékk mér hamborgarann í gær. Það var ekki annað hægt sko. ALLIR í Hámu voru með hamborgara, ég gat ekki verið ein öðruvísi sko. Svo í þokkabót var hamborgari í kvöldmatinn.

1 ummæli:

Fríða sagði...

Ég held að þetta sé fullkomlega eðlilegt alltsaman. Og til hamingju með Einar :)