föstudagur, febrúar 25, 2011

981.færsla.

Mér finnst svolítið ógnvekjandi að ég muni einhvern tímann fæða þetta barn.

Þá er ég ekki að hugsa um fæðinguna sjálfa, sem mér finnst reyndar virkilega ógnvekjandi, heldur það að ólétta sé ekki "status quo" heldur muni hún á endanum enda með barni - sem ég, og Einar auðvitað, fáum í hendurnar og eigum að bera ábyrgð á ... svo að segja að eilífu.

Auðvitað hlakka ég til, auðvitað er það að mig langaði að eignast afkomanda ástæða þess að ég vildi verða ólétt. En þetta er svo óskiljanlegt verkefni sem maður á fyrir höndum. Ég verð mamma. Einar pabbi. Ég er ekki mamma - hvernig á ég einn daginn að breytast í það?

8 ummæli:

ella sagði...

Bara smáábending. Það er engin vissa fyrir því að fæðingin verði voðalega erfið. Ég kynntist til dæmis aldrei slíkum fæðingum og þar sem við erum náskyldar hefur þú kannski líka þau gen. Gættu þess bara að þú verðir ekki allt of langt frá fyrirhuguðum fæðingarstað þegar þar að kemur. Fyrir mína fyrstu voru 6 klst. fyrirvari,(mánuði of snemma reyndar) fyrir þá næstu 3 klst. og Róbert Stefán gaf ekki nema 3 korter. Þetta er allt saman gaman. Að minnsta kosti það sem maður man :)

ella sagði...

Já og ég vorkenni engum að eiga ykkur að foreldrum.

Fríða sagði...

hihihi, man svo þegar ég var að pæla svona :)

Valdís sagði...

Gaman að lesa pælingarnar þínar og innilega til hamingju bæði tvö með óléttuna :o) Ég hitti Eyrúnu um daginn og hún sagði mér af ykkur báðum. Gaman hjá ykkur að vera á sama róli með þetta. Gangi þér vel í þessu öllu, ég kannast við margar af þessum vangaveltum!

Regnhlif sagði...

Ella: ósköp var sá litli að flýta sér:) Við Einar erum nú svo heppin að búa í 3 mínútna akstursfjarlægð frá Landspítalanum.

Þó að það sé engin vissa fyrir því að fæðingin verði erfið, þá er ekki þar með sagt að hún sé ekki ógnvænleg samt sem áður:)

Við Einar verðum náttúrulega bestu foreldrar í heimi, ég held að það sé á hreinu.

Hæhæ, Valdís:) Takk fyrir. Nördahópurinn ætti nú að hittast við tækifæri í hádegismat eða spil eitthvert kvöldið!

ella sagði...

En hugsaðu þér svo bara; í framhaldi af þessu öllu saman gæti svo í framtíðinni komið upp sú staða að þú sért allt í einu orðin amma!!

Regnhlif sagði...

.... jahhh

Nafnlaus sagði...

Barnið kennir þér að vera mamma, engar áhyggjur. Rakel er alveg sérstaklega góð í þessu og ég þakka henni oft fyrir kennsluna um leið og ég bið hana afsökunar á því að hafa hagað mér ómömmulega sökum ofþreytu.

Röskva ákvað að vinna í því hversu viðbragðsfljót ég er (henni fannst ég vera langt undir meðallagi) og ég held, ég held svo sannarlega, að ég komist bráðum í einhverjar heimsmetabækur. Það hefur verið kraftaverki líkast stundum þegar ég hendi mér í gólfið og gríp litla kroppinn þegar hún hefur gert eitthvað brjálæðislegt.

Hahahah.

Ég held að þér finnist ekkert gaman að tala við mig um börn, ég er alltof kaldhæðin ...

Þetta er lovlí. Erfitt en lovlí.

dr