mánudagur, mars 07, 2011

983. færsla. Bolludagur

Bollurnar heppnuðust bara alveg. Reyndar voru vantsdeigsbollurnar of flatar (kann einhver ráð við því? Mig minnir að þetta hafi líka gerst í fyrra) og gerbollurnar of kúptar:) Svo voru gerbollurnar líka kannski aðeins of litlar, algjörar barbíbollur, en það er bara fínt. Mér hefur aldrei gengið vel að borða heila stóra bakarísbollu í einu. Þetta er fínt svona, þá getur maður valið hvort maður borðar eina, tvær eða fleiri:)

Borðaði bollu í morgunmat. Tók bollur með mér í nesti.

3 ummæli:

ella sagði...

Stórar bollur eru ekkert vit.

Nafnlaus sagði...

Varandi vatnsdeigsbollurnar, ta getur astædan fyrir ad ter seu flater verid ad tu hafir ekki latid deigid kolna nog adur en eggid foru uti. Svo getur verid agætt ad vera buin ad hræra tau adeins adur og bæta teim vid i litlum skommtum.

Regnhlif sagði...

Sko, ég var einmitt með þetta skrifað niður hjá mér, að láta þetta kólna áður ég blanda saman og láta eggin hægt út í ... en það getur samt verið að ég hafi ekki látið þetta kólna aaalveg nóg. Erfitt þegar maður er óþolinmóður.