þriðjudagur, mars 22, 2011

987. færsla. megrun, nei ég meina ólétta

Ég er þreytt þessa dagana. Virðist þurfa að ætla mér 10 tíma nætursvefn ef vel á að vera. Sniðugur samt þessi líkami - núna er ég tótallí búin að venjast því að vakna nokkrum sinnum á nóttu. Fer einu sinni til tvisvar á klóið og rumska svo nokkrum sinnum í viðbót. Áður en ég varð ólétt hefði þetta þýtt að ég væri ónýt daginn eftir og fyndist ég ekki hafa sofið neitt um nóttina. Núna er ég alveg orðin vön þessu og það mun því ekki verða jafnmikið sjokk að þurfa að vakna nokkrum sinnum á nóttu til að sinna organdi ungabarni:) Eða hvað ...

Ég er líka sísvöng ... held að drengurinn borði bara allt frá mér. Ég er að minnsta kosti ennþá aaaðeins léttari en ég var áður en ég varð ólétt. Bæti samt á mig frekar hratt þessa dagana, sem er ekki skrítið miðað við hvað ég borða. Á 11 vikur eftir af venjulegri meðgöngu ... hvað ætli sé eðlilegt að maður þyngist mikið á þeim tíma? Má allavega ekki bæta á mig einu kílói á viku ... það væri svekkj. Ég er sé sko nefnilega þessa óléttu fyrir mér sem bestu megrunaraðferð ever, að þegar ég verði búin að unga unganum út verði ég bara slatta léttari en ég var fyrir. Svífi léttfætt í sumarkjól niður Laugaveginn með frumburðinn í vagni. Já. Best að hætta í namminu.

Á morgun ætla ég ekki að borða neitt nammi og hana nú.

9 ummæli:

ella sagði...

Sko ég lagði af við að ganga með Ingimund en hann fæddist líka mánuði of snemma en gekk að öllu leyti mjög vel. Síðustu vikurnar er manni hættast við að bæta á sig held ég.

Fríða sagði...

Að maður tali nú ekki um þessa 16 - 17 daga sem maður gengur framyfir! grr

Regnhlif sagði...

ji! Ég ætla ekki að ganga 16 -17 daga framyfir! Takk fyrir:)

ella sagði...

Já og svo grennist maður við brjóstgjöf og ekki síður við að ýta vagninum upp Laugaveginn eftir að hafa svifið niður!

ella sagði...

a

Regnhlif sagði...

Já, nákvæmlega. Ég sé það að ég verð í fantaformi eftir bara nokkra mánuði!

Nafnlaus sagði...

Ekki vera að eyða tíma í þessa vitleysu. Mér finnst þú ekki borða nóg, borðar svo lítinn hádegismat miðað við að vera ólétt. Þú lítur svo vel út og ert hraust og það er það sem skiptir máli.

dr

Regnhlif sagði...

Ég borða reyndar mega mikið:) Borða hádegismat og borða svo tveimur tímum seinna, og svo aftur tveimur tímum seinna sko:) Ég ætti að vera hvalur miðað við magnið sem ég læt ofan í mig:)

Nafnlaus sagði...

Það er einmitt svona sem maður á að borða, endalaust! Og lítið í einu. Þú ert með þetta sko. Þess vegna ertu létt sem fjöður þótt þú sért með heilan skrokk inni í þér.

dr