988. færsla. namm
rosa fögur fyrirheit fyrir gærdaginn: ekkert nammi. Var búin að gleyma því að ég var að fara í saumaklúbb um kvöldið!:)
Jæja, ég stóð svosem nokkurn veginn við það að borða ekki nammi. Fyrir utan þessa tvo makkintosmola sem ég átti í vasanum. Borðaði hins vegar nóg af kökum í staðinn. Nmm.
Ætli ég setji mér ekki bara aftur það markmið að borða ekkert nammi í dag:) En kannski baka ég
7 ummæli:
Ég var svo innilega búin að gleyma að þú bloggaðir. Ég held að heilinn í mér skreppi saman við hver bleiuskipti eða skalla frá Röskvu.
En vhúppí, nóg að lesa núna.
dr
Þetta er fyndið, sko öll kommentin þín:)
Hahha! Ég á að vera komin í ból.
Þrátt fyrir mikla æfingu í að vakna á nóttuni virðist ég ekki venjast því almennilega. Finnst það enn þá freeeekar leiðinlegt og enn þá leiðinlegra að fara alltaf snemma að sofa. Er í uppreisn í kvöld ...
dr
ég kvíði svolítið vökunóttum með barni ... ég þarf minn svefn, annars fæ ég bara mígreni og eitthvað ... vona samt að maður venjist einhvern veginn
Líkaminn venst því ágætlega, minn hefur alveg gert það en mér finnst samt alltaf jafn leiðinlegt að vakna á nóttunni. Svo er bara að muna að þetta er ekki langur kafli í lífi barnsins og þíns. Ég vona að Röskva sé búin að fá memoið um að börn í þessari fjölskyldu hætta með svefnvesen ekki seinna en eins og hálfs árs. Röskva hefur tvær vikur.
dr
ps. Svo er allt í lagi að kvíða hlutunum (ekki of mikið samt). Svo þegar þú stendur frammi fyrir þeim tekst bara á við þá og gleymir öllum kvíða.
Röskva ætlar örugglega bara að nýta þessar tvær vikur sem hún hefur, og svo mun hún sofa eins og engill :)
Ég held líka að barnið mitt muni sofa bara roooosa vel. Ég sé það einhvern veginn alveg fyrir mér;) Maður vonar bara það besta en dílar við þetta hvernig sem það verður:)
Ég held að flest lítil börn sofi vel ef þau eru ekki með kveisu eða eitthvað sérstakt að. Maður þarf bara aðeins að breyta skilgreiningunni sinni á því hvað er að sofa vel. Þótt barnið vakni 5 sinnum sefur það samt vel ef það er ekkert á orginu heldur bara svangt eða einmana í rúminu sínu.
Skrifa ummæli