mánudagur, apríl 11, 2011

989.færsla. Léttir

Ég er svo ánægð - við Einar (með hjálp frá pabba líka:)) erum loksins búin að taka niður bókahilluna inni í svefnherbergi. Sko: þessi bókahilla var mjög plássfrek og illa nýtt hjá okkur og við þurftum að losna við hana til að geta komið einhverjum barnatengdum húsgögnum fyrir. Við þurftum sem sagt að byrja á því að taka dótið úr henni, til að geta tekið hana sundur, til að geta keypt kommóðu og þá fyrst get ég farið að þvo barnaföt og ganga frá þeim! Og við fórum bara strax í gær og keyptum kommóðu, svo að nú þarf bara að setja hana saman og svo get ég farið að dúllast með litlu fötin. Barnaföt eru of sæt.

Nú held ég að allir stóru hlutirnir séu komnir í hús. Ja, vagga er ekki komin í hús, en vilyrði fyrir vöggu er komið í hús:) Það er ansi mikill léttir, enda gæti maður, þannig séð, átt hvað úr hverju. Vonandi þó ekki strax þar sem ég á enn eftir átta vikur samkvæmt áætlun, en þið vitið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hljómar vel. Það var yndisleg tilfinning að koma öllu fyrir ofan í skúffu. Svo dásamlegt að handfjatla föt sem ég mundi eftir Rakel í þegar hún var ekkert nema eyru enn þá og svo spennandi að bæta við nokkrum nýjum flíkum fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminn.

Barnaföt eru svo sannarlega of sæt.

dr

Regnhlif sagði...

Já:) Ég fæ svona mömmó-tilfinningu með þetta barnadót, finnst eins og ég sé bara að leika mér, voða gaman:)

Unknown sagði...

Þetta er bara einn stór leikur. Ég fæ enn þessa tilfinningu þegar ég er að klæða stelpurnar mínar. Verst samt að Rakel er farin að hafa svo miklar skoðanir og velur fötin sín sjálf á morgnana og Röskva vill bara vera krummafót í stígvélunum sínum og klæða sig í hreinan þvott af Rakel sem aldrei má vera í friði.

Í gær var hún í einum sokk af Rakel (og alltaf allt utan yfir sínum fötum), í nærbuxum af henni og svo toppaði hún þetta með leggings sem eru 80 nr. of stórar á hana.

Ok, mömmuleikurinn er ónýtur.

Regnhlif sagði...

Hahaha