990. færsla.Maðríþ
Mig langar til Madrídar aftur. Hitti Ölmu og Kaká, Madrídarfélagana mína, á kaffihúsi á mánudaginn. Svo í gær keypti ég mér pestópastasalat í Hámu. Það minnti mig svo á ógeðslega góðu pestósósuna sem fékkst út í búð heima í Madríd. Hún var svo ógeðslega góð, í alvörunni. Maður bara sauð eitthvað pasta í potti, helti þessu yfir og þá var maður komin með betra pasta en maður fær á veitinahúsum. Finnst mér. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og sósurnar - góðar.
Svo eru líka að koma páskar, þeir minni mig líka á Spán. Mmmm ég hlakka svo til að borða páskaegg. Mig langar í STÓRT páskaegg:)
Dundaði mér við að setja saman skúffurnar í kommóðuna í gærkvöldi. Það fannst mér ljómandi skemmtilegt. Sver það, ég er á rangri hillu í lífinu, hefði átt að fara út í eitthvað handverk. Setti samt bara saman þessar fjórar skúffur, grindin er eftir. Ákvað að ofgera mér nú ekki, haha, þetta er svo fyndið, en ég þarf að passa mig að hvíla mig þegar ég finn fyrir þreytu, annars fæ ég það í bakið (bókstaflega). Það er ótrúlega erfitt að halda ekki bara áfram þegar maður er í stuði, burt séð frá því hvort maður er pínu þreyttur eða ekki. Að setjast niður og segja "nú er ég hætt" þó að maður GÆTI haldið áfram.
Guð. Hvað. Ég. Er. Boring.
4 ummæli:
Ótrúlega gaman að hitta ykkur! Annars er ég pottþétt á því að þessi sósa er bara góð í minningunni og miðað við t.d. hamborgara í mötuneytinu.
Ég er ekki viss ... þessi sósa var ótrúlega góð! Hmm annars gæti ég alveg hugsað mér mötuneytisborgara í augnablikinu.
Eða smokkfissamloku;)
Umm, pestó. Ferðu ekki bara að gera pestó sjálf? Það er langbest þannig.
Annars kann ég ekkert að hlusta á líkamann og varð bara klikkuð þegar ég mátti nær ekkert gera vegna ótímabærra samdrátta. Djöfull reyndi ég og Hrund var alltaf mætt á staðinn: "Hvað ertu að gera Díana?" Uuu, bara aðeins að strjúka uppþvottaburstann.
Þetta var einhvers konar sósa, úr pestói, eða svona þunnt pestó - miklu miklu betra en þetta í krukkunum. Já sjálfsagt álíka gott og heimatilbúið:)
Já, þetta er erfitt, ekki það að ég sé venjulega einhver hamhleypa í heimilisverkunum, en að geta ekki bara gengið í það sem þarf að gera er ótrúlega skrítið.
Skrifa ummæli