sunnudagur, janúar 15, 2012

1000. Nei vá

Þetta átti að verða blogg um söngvakeppnina í sjónvarpinu - en það er ekki hægt að láta svo merkilega færslu vera um það! Ég meina, ég er júróvisjónaðdáandi - en ég get ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi íslensku forkeppinnar:)

Þúsund færslur! Það minnir mig á brandara. Hvernig er "þúsundkarl" í fleirtölu? "þiðsundkarlar" Haha.

Ég á ógeðslega awsome son. Já. Það er svo gaman að fylgjast með honum læra. Til dæmis hvernig hann lærir að borða fasta fæðu - fyrst skilur hann ekkert í því að maður sé virkilega að setja þetta upp í hann - svo áttar hann sig á því að þetta er matur sem á að fara ofan í maga en veit ekkert hvernig það á að gerast, japlar á matunum en það er happa glappa hvort maturinn færist út úr munninum eða niður í maga. Svo allt í einu er hann farinn að smjatta þegar hann fer í matarstólinn og gapir áður en maður er búinn að setja mat í skeiðina. Hmm. Veit ekki alveg hvort það er hægt að lýsa því hvað þetta er skemmtilegt - þetta hljómar eiginlega eins og ég sé "ein af þessum klikkuðu mömmum" - sem ég er! :) Að því er virðist.

Ungbarnasund er líka kapítuli út af fyrir sig. Ekki hefði mann grunað fyrirfram að það væri hápunktur vikunnar að standa í hring á sundfötunum með ókunnugu fólki að syngja "hjólin á strætó". En það er það.

En svefn, ó svefn, er munaður sem ég sakna. En hver þarf svefn þegar hann á svona osom son, ég bara spyr?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh æði! :)

ella sagði...

Ungbarnasund er snilld. Ég fékk að vera með þegar Lindalín og Jakob voru í sundi og það var magnað.

Nafnlaus sagði...

hahaha, þetta er góður brandari :)
þessi með sundkallinn