föstudagur, mars 16, 2012

1003. færsla

Að áeggjan fjölmargra lesenda (OK, smá ýkjur, það var bara Nanna) hef ég ákveðið að blogga í dag.

Maður hefur mjög mikið að gera núna. Maður er núna, í fullri alvöru, að skrifa ritgerðina sína. En eins og glöggir lesendur muna kannski þá hefur maður lengi verið að "skrifa" ritgerðina sína með hálfum hug, en nún er sem sagt ekkert hálft lengur.

Ég datt í það að lesa gamlar færslur um daginn. Ég er rosa fyndin afturábak. Ekki svo fyndin í núinu samt. Ég komst að nokkru:

a) Ella frænka var alltaf að ýta á mig að blogga meira.
b) Einar var alltaf að skilja eftir mjög vafasamar athugasemdir.
c) kannski komst ég ekki að neinu öðru.

Barnið varð í fyrsta skipti veikt í gær. Hiti og mikið kvef. Við sváfum ekkert í nótt heldur skemmtum okkur við það að ganga um gólf og syngja. Eða sko - ég sá bæði um að ganga og syngja - barnið sá um að góla ef ég hætti eða gerðist svo ósvífin að ætla að SITJA og syngja. Blessunarlega er ég orðin vön svefnleysi og er því alveg þokkalega hress þrátt fyrir þetta. Það hjálpar líka að við faðir barnsins erum með ansi gott svefnsamstarf.

Ég þarf mega að pissa. Veit samt ekki hvort ég nenni að fara á klóið. Maður þarf alveg að labba út allan ganginn.

Ég er líka með mega stóra bólu. Hún sést samt ekki mikið. En rosalega stór.

13 ummæli:

Regnhlif sagði...

Ég verð að leiðrétta mig. Þegar ég fór á klóið sá ég að bólan sést sko víst. Mjög mikið. Ég lít út eins og ég sé með holdsveiki.

Nafnlaus sagði...

Hahahah, okay bara ég :D
Kúl með ritgerðina. Hvaða ritgerð eiginlega? Masters eða eð svoleiðis?

Regnhlif sagði...

Já, masters.

ella sagði...

Hef ég þá alveg gleymt að ýta á þig nýlega? ææ. Kannski vegna þess að ég hef dalað mikið í skrifunum sjálf. Sem er ekki síst vegna lítilla viðbragða nú orðið.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst alltaf að þú eigir að blogga mjög oft

Fríðafrænka

Regnhlif sagði...

Ég er sammála, Ella, um að lítil viðbrögð valdi litlu bloggi. Það var svo gaman að blogga þegar það sköpuðust líflegar umræður í kommentakerfinu:) En núna má maður vera ánægður ef eitt-tvö komment berast.

Nafnlaus sagði...

Já, ég skil ykkur. En er ekki alveg sammála. Mér finnst eiginlega ennþá gaman að blogga. Svo er mitt nottlega líka lokað, þannig að það lesa það voða fáir, þannig að ég veit að fáir geta kommentað.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst samt gaman að fá komment ;)

Regnhlif sagði...

Já. Örugglega öðruvísi þegar maður er með lokað blogg. Þá veit maður hverjir geta lesið það og er kannski meira að skrifa fyrir sjálfan sig. Ekki það, ég er samt aðallega að skrifa fyrir sjálfa mig líka. En þegar kommentin voru meira lifandi þá var maður alltaf að kíkja hvort einhver hefði kommentað, þurfti að svara kommentunum og svo svöruðu þeir sem kommentuðu kannski til baka. Það þýddi að bloggið var miklu meira lifandi, og maður var oftar að skoða það og þar af leiðandi oftar með hugann við það og að semja nýjar færslur í hausnum:) Ég er eiginlega hætt að semja nýjar færlsur í hausnum. Áður fyrr þá lifði ég næstum því í bloggfærslu:) Núna lifi ég stundum í faceboookstatusum, það er bara ekki jafn skemmtilegt.

ella sagði...

Ég er hreint ekki hætt að hugsa í bloggfærslum, þær bara komast ekki lengra.

Regnhlif sagði...

Það eru komin tíu komment! Þetta fer bara að minna á gömlu dagana:)

Nafnlaus sagði...

Ég hef líka prufað að lifa í facebookstatusum. Það var alveg svakalegt um tíma. Lifi núna svona hollu bloggfærslulífi held ég:)

Nafnlaus sagði...

ég hugsa að það sé svona eins og að hlæja, að lifa bloggfærslulífi, það hlýtur allavega að vera mun lengra en facebookstatusalíf.

Hinsvegar stóð ég mig að því að birta hreinlega í bloggfærslu umræður af facebook, reyndar ekki hjá mér þótt ég kæmi þarna að þeim

Fríða