1004.færsla. Kvef
Ég er með kvef.
Barnið er nýbyrjað að klappa saman lófunum. Ég áttaði mig allt í einu á því að þetta væri eitthvað sem hann ætti að kunna, kominn á þennan aldur, og sá að maður þyrfti líklega aðeins að reyna að þjálfa hann í þessu. Það tók nokkra daga. En sama kvöld og hann byrjaði á þessu var hann svo fyndinn. Lá í rúminu sínu, næstum sofnaður, með lokuð augun, bros á vör og klappaði út í loftið.
Það er svo fyndið hvað mér finnst barnið mitt fullkomið. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er að einhverju leyti það að þetta er barnið MITT og þess vegna finnst mér það fullkomið - en mér finnst samt að hann sé fullkominn sama hvaða mælikvarða fólk gæti notað.
Það er svolítið síðan hann fór að skríða út um allt. Og standa upp við allt. Það þýðir að friðurinn er úti. Uppáhalds iðjan hans er að tæta allt upp úr / ofan af einhverju. Tuskuskúffan er vinsæl, lágar bókahillur og hliðarborðið við skrifborðið. Ég leyfi honum þetta nú bara, ekkert sem hann getur skemmt eða meitt sig á. Og svo fær maður smá frið til að gera eitthvað á meðan hann er að dunda sér við þetta. T.d. getur maður raðað aftur í bókahilluna á meðan hann er að tæta úr skúffunni, og gengið frá ofan í skúffu á meðan hann er að tæta af borðinu o.s.frv.
7 ummæli:
:)! Oh, svo gaman að lesa svona:) Greinilega mjög duglegt barn sem þú átt:)
I know! Hann er fullkominn!:) Takk:)
Börnin manns og þá sérstaklega barnabörnin eru bara og eiga að vera snilld. Svona framan af að minnsta kosti :).
Og mikið er nú gott að þú skulir geta fundið þér eitthvað til dundurs á meðan hann er að störfum.
Mér til dæmis finnst fyrsta kommentið hér alveg sérstaklega fullkomið :)
Fríða
Hahaha - góð mamma
Mér finnst annars alveg ferlega fyndið að þessi færsla skuli heita Kvef, og svo er hálf lína um það efni og afgangurinn af færslunni allur um barnið :)
Fríða
Hahaha, það er rétt, Fríða:)
Skrifa ummæli