1009. eurovision 2012, fyrri undankeppnin
Jæja, það hlaut að koma að þessu. Júróvisjónáhuginn kviknaði en hann hefur annars legið í dvala frá því einhvern tímann eftir keppnina 2010. Ég hafði lítinn áhuga á keppninni 2011, var í miðjum klíðum að skrifa bloggfærslu svipaða þessari, sem átti að kveikja áhugann, þegar ég missti vatnið. Núna er allavega engin hætt á að ég missi vatnið:) Ég er ekki viss hvort sonur minn hafi ætlað að vera viss um að missa ekki af júróvisjón, þar sem hann dreif sig svona snemma í heiminn að morgni fyrri undankeppninnar, eða hvort hann vildi koma í veg fyrir að ég horfði á keppnina. Allavega varð hið síðarnefnda raunin. Reyndi að hlusta á undankvöldin í útvarpinu á spítalanum en ég held ég hafi ekki náð meira en einum tóni. Svo fórum við heim af spítalanum akkúrat á sama tíma og úrslitakeppnin byrjaði (það var mjög þægilegt, göturnar voru auðar), en sjónvarpið var bilað svo að við reyndum að hlusta í útvarpinu og horfa á keppnina á netinu. Hljóðið og myndin var ekki á sama tíma og myndin fraus í tíma og ótíma. Þannig að, já, ég hafði öðrum hnöppum að hneppa í fyrra og mér gat ekki verið meira sama.
Allavega - keppnin í ár.
Serbía: Rambo Amadeus með Euro Neuro:
Fyrstu viðbrögð voru "hvaða vibbi er þetta?" en þetta venst furðu fljót og vel. Þetta er öðruvísi en ég er, eins og oft hefur komið fram áður, með ÓGEÐ á týpísku júrói. Hvað týpískt júró er er reyndar óljósara.
Ísland: Greta og Jónsi með Never Forget:
Já, hvað skal segja. Mér finnst þetta allt eitthvað afskaplega vandað og þau eiga alveg örugglega eftir að standa sig vel. Fáir hnökrar á þessu að því er virðist. Hins vegar fíla ég bara alls ekki lagið. Finnst það ekkert hræðilegt en bara ekki skemmtilegt. Sorrý Ísland. Held auðvitað með þeim samt sem áður, og held að við komumst upp úr undanriðlinum. Ég spái því að við lendum í 10.-15. sæti.
Grikkland: Eleftheria Eleftheriou með Aphrodisiac:
Mér finnst þetta rosalega gerilsneytt og sykrað. Eiginlega viðbjóður. Held samt að mér hafi fundist þetta pínu skemmtilegt við fyrstu hlustun en ekki lengur. Þetta er allt of eitthvað of mikið og karakterslaust. Líklegt samt að þetta komist áfram.
Lettland: Anmary með Beautiful song: sko, þetta lag er bara eitthvað svo skrítið. Þar held ég að sé textanum um að kenna. Laglínan er samt alveg grípandi. Ég fíla þetta ekki, en fíla þetta þó betur en margt annað í þessari keppni. Er svolítið á báðum áttum með þetta lag. Kannski ef það væri bara á lettnesku ...:)
Albanía: Rona Nishliu með Suus: Æi, mér finnst svona dramaballöður ekki skemmtilegar. Rosalega lengi að byrja eitthvað, en það er samt besti hlutinn af laginu, af því að þegar hún byrjar að góla viðlagið þá finnst mér þetta ekki fallegt, en fram að því hefði ég mögulega getað fílað þetta svona semi, kannski. Rosalega háir tónar ... ég veit ekki alveg. God, maður fær eiginlega illt í eyrun og langar að forða sér. Þetta er svona eins og að verða óvart vitni að rifrildi hjá einhverjum sem maður þekkir ekki.
Rúmenía: Mandinga með Zaleilah: Líkt og gríska lagið er þetta svolítið sterílt og ófrumlegt (mjög) en öfugt við það finnst mér þetta lag mjög skemmtilegt. Já, ég er hrifin af þessu þó að þetta fái engin verðlaun fyrir frumleika. Svo er þetta líka sungið á spænsku:)
Sviss: Sinplus með Unbreakable: Ég er alveg svona þokkalega ánægð með þetta bara. Jú, líkt og þau bentu á í Alla leið þættinum er framburðurinn frekar furðulegur sem og söngstíllinn og það truflar svolítið. Þetta er, líkt og á nú við um flest lög í eurovision, ekkert rosalega frumlegt. En, ég kýs þetta framyfir dramaballöður og leiðinleg dansformúlulög. Þetta er svona, já, njeh, maður myndi ekkert endilega þurfa að skipta um rás í útvarpinu ef þetta kæmi en maður myndi heldur ekkert hækka í botn.
Belgía: Iris með Would You: Voða dúlla. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst. Sko þegar þetta byrjar, þá er ég alveg ... já ... þetta gæti verið fínt (ég er alveg hrifin af svona dúllulögum), en svo finnst mér viðlagið frekar leiðinlegt. Skil þetta ekki, mér finnst svo oft ágætislög líða fyrir viðlagið, en viðlagið ætti einmitt að vera það sem grípur mann. Æi, jú, mér finnst þetta alveg sæmilegt. En samt, leiðinelgt viðlag. Svo er spurning hvernig þessi unga snót stendur sig á sviðinu. Kannski sjarmerar hún mann en kannski klúðrar hún þessu.
Finnland: Pernilla Karlsson með Nar jag blundar: Ég elska finnlandssænsku. Við fyrstu hlustun var ég mjög hrifin af þessu lagi (eða svona frekar) en núna finnst mér það bæði sætt og svolítið leiðinlegt. Þetta er svona bæði og. Eitthvað fallegt og eitthvað hallærislegt.
Ísrael: Izabo með Time: Ég ætla bara að segja "nei". Ekki hundrað prósent slæmt en samt, nei.
San Marino: Valentina Monetta með the Social Network Song: Þetta er svona lag sem mann langar bara alls ekki að heyra. Aldrei. öhh.
Kýpur: Ivi Adamou með La La Love: Mér finnst þetta pínu skemmtilegt. En það vantar samt alveg eitthvað sem gefur þessu lagi einhverja sérstöðu. Þetta er bara svona "la la" (eins og nafnið gefur til kynna).
Danmörk: Soluna Samay með Should've Known Better: Kannski er þetta norræna stamstaðan sem talar, en ég er bara þónokkuð hrifin af þessu lagi. Nenni alveg að hlusta á þetta lag.
Rússland: Buranovskiye Babushi með Party for Everybody.
Það hefur ýmislegt skrítið komið í Eurovision um árin, en ég held að þetta toppi allt. Maður er eiginlega bara í alvörunni orðlaus. Ég veit ekkert hvað ég á að segja. OK, viðlagið er svolítið grípandi. Come on and dance.
(OMG það er svo mörg lög í Eurovision, er bara komin að lagi númer 15 af 18 í FYRRI undankeppninni.)
Ungverjaland: Compact Disco með Sound Of Our Hearts. Jesús kristur hvað hann er falskur. Eða er ég rugluð? Æ, svo er þetta bara ekki nógu gott lag. Get ekki hlustað á þetta. Ái.
Austurríki: Trackshittaz með Woki Mit Deim Popo. Þetta er eiginlega bara vont líka. Ætla að spóla yfir þetta.
Koma svo, nú mætti alveg eitthvað gott lag fara að koma! Svo að ég gefist ekki bara upp
Moldavía: Pasha Parfeny með Lăutar: Veit ekki hvort þetta lag græðir svona hrikalega á því að koma á eftir þessum lögum sem voru á undan. En mér finnst þetta fínt. Nenni að hlusta á þetta. Ekkert frumlegt en mér finnst skemmtilegur taktur í þessu.
Írland: Jedward með Waterline: Þeir eru fyndnir og pallíettuskórnir eru flottir. Það er það eina jákvæða sem ég sé við þetta lag. Ég kýs þetta ekki áfram.
Þá eru lögin átján komin. Það er næstum því sorglegt að það þurfi 10 lög að komast áfram úr riðlinum. Þó að ég sé ekkert að missa mig yfir íslenska laginu þá er það bara með þeim bestu í þessum undanriðli ...
Þau lög sem ég væri til í að kæmust áfram:
Serbía (Euro Neuro) - já, ég er pínu efins með þetta en held ég yrði bara ánægð ef það kæmist áfram
Ísland (ú je baby!) Áfram Greta og Jónsi!
Rúmenía (Zaleilaleilale) byrja alveg að dilla mér af því að hugsa um það
Danmörk (ekkert æðiðslegt lag en þokkalegt)
Moldavía (skemmtileg hljóðfæri)
Eftirfarand lönd eru eiginlega uppfylling - þ.e. lög sem mega alveg komast áfram en ég myndi ekki syrgja það þó að þau kæmust ekki áfram
Belgía (viðkvæm krúttheit)
Sviss (skrítinn hreimur á u2legu lagi)
Lettland (ágætis melódía en hallærislegur texti um Eurovision)
Finnland (ágætis melódía)
Kýpur (óeftirminnilegt danslag sem hvorki vekur hroll né rífandilukku)
OK. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er Rúmenía uppáhalds lagið mitt í þessari undankeppni, fyrir utan Ísland.
Þau lög sem ég vil EKKI að komist áfram:
Grikkland (gerilsneytt sykurpopp kryddað með lightklámi) (en það kemst samt áfram)
Albanía (gól sem sker í eyrun)
Ísrael (gamall karl með rauðan klút um hálsinn)
San Marínó (ósjarmerandi stúlka að syngja pirrandi lag um facebook)
Rússland (meira asnalegt heldur en skemmtilegt)
Ungverjaland (svo falskur að það er sárt að hlusta)
Austurríki (óaðlaðandi rapp)
Írland (persónulega finnst mér þeir pirrandi skrítnir en ekki skemmtilega skrítnir og lagið er ekki gott).
Þetta er það sem ég myndi vilja að gerðist, en það sem mun samt gerast er líklega þetta:
Grikkland kemst áfram.
Rússland kemst áfram en ekki Serbía.
Írland kemst kannski áfram
Lettland og Finnland munu líklega ekki komast áfram, en maður veit það ekki.
Voða erfitt að giska.
Held í raun bara að Ísland, Rúmenía og Grikkland séu pottþétt áfram.
5 ummæli:
Nööörd! ;)
Mér finnst danska lagið fínt. Hún, söngkonan, er líka frekar kúl:)
Og ég segi Israel já, bara já ;)
Og líka Moldavía já. Æði dansarar í kúl kjólum
Þið eruð bæði skemmtilegar og fróðlegar. Segi ég sem nennti ekki einu sinni að horfa nema á örfá lög í gærkvöldi.
oh, eg kalladi svartfjallaland ovart serbiu, veit ekki hvad gerdist. En ja, eg helt svolitid med danmorku. Og moldavisku kjolarnir voru aedi
Skrifa ummæli