1010. færsla. Fyrri undankeppnin gerð upp.
Mér fannst þessi keppni rosalega slöpp. Þegar lögin höfðu verið flutt var ég eiginlega nákvæmlega ekki neitt spennt yfir því hvaða lög kæmust áfram. Það voru svona eitt-tvö lög sem ég vildi gjarnan upp og eitt-tvö lög sem ég vildi gjarnan að færu ekki upp, en það er allt og sumt. Fyrir utan náttúrulega að ég hélt með Íslandi, en ég var frekar viss um að við kæmumst áfram miðað við samkeppnina.
Svartfjallaland vildi ég gjarnan fá áfram, en það komst ekki upp. Mér finnst ekki skrítið að fólk hafi ekki kosið það. Haha. Þetta var rosalega skrítið atriði, en ég eiginlega fílaði það. Hann var bara þarna á sviðinu með skítugt hár og söng lag sem var eiginlega ekki lag. Mér finnst eurovision hafa gott af svona atriðum.
Ég setti líka Lettland á "áfram" listann - en þegar ég horfið á keppnina þá færði ég lagið niður í "ekki áfram" flokkinn. Fannst þetta enn asnalegra (textinn o.fl.) á sviðinu heldur en í vídeóinu.
Albanía vildi ég að kæmist ekki áfram, en lagið komst áfram. Sko, hún má eiga það að hún hefur góða rödd og gerði þetta vel - en lagið er ekki fallegt. Allt of mikið öskur.
Ungverjaland komst áfram en Sviss ekki. Ég þóttist líka vita það fyrir fram að bara annað hvort þessara laga kæmist upp. Mér fannst ungverski söngvarinn svo falskur þegar ég hlustaði á myndbandið, en ég held að ég hafi kannski verið að rugla. Kannski var þetta meira hljómurinn í röddinni, sem mér finnst ekki fagur, frekar en það að hann væri falskur. Ég hef ekkert sérstakt tóneyra. Ég er ekkert ósátt við að þetta hafi komist áfram ... fannst þetta bara svona lala.
Belgía og Finnland komust ekki áfram - þó að ég hefði gjarnan viljað það (t.d. í staðinn fyrir Rússland, Írland eða Grikkland ...). Belgíska stúlkan var þó svolítið óörugg, sérstaklega á veikari tónunum.
San Marino lagið varð enn þá viðbjóðslegra á sviðinu en það var eitthvað gott við Ísrael, þó að það væri líka vont.
Ég hélt ekkert endilega að Írland kæmist áfram fyrir keppnina, en þegar ég horfði á hana þá áttaði ég mig á því að þeir kæmust líklega áfram. Æi. Hefði verið betra að fá Finna í staðinn t.d.
Í síðustu færslu var ég aðallega að spá í því hvaða lög ég vildi að kæmust áfram, en spáði smá þarna í lokin. Ég var svona þokkalega sannspá, það var kannski það að ég hélt að Sviss og Belgía kæmust áfram en ekki Albanía og Ungverjaland.
Jæja. Þá er næst á dagskrá undankeppni númer tvö! Umfjöllun í næstu færslu:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli