fimmtudagur, maí 24, 2012

1011. Seinni undankeppnin 2012

Hér kemur umfjöllun mín um seinni undankeppnina. Held ég sé búin að átta mig á því hvers vegna ég kallaði Svartfjallaland í fyrri undankeppninni Serbíu - því að í fyrri undankeppninni hóf Svartfjallaland leikinn, en í þeirri seinni hefur Serbía leikinn - fyrir utan það náttúrulega að þessar tvær þjóðir tóku þátt í sameiningu hér áður fyrr.

Allavega.
Serbía (!): Željko Joksimović með Nije ljubav stvar
Það sem mér finnst fyndnast við þetta lag er að það er alveg eins (þ.e. hluti af melódíunni, hlustið á fiðluna í byrjun ) og lagið Frá liðnu vori eftir Bergþóru Árnadóttur sem Svavar knútur hefur t.d. sungið:)

En bæði lögin eru falleg, þó að hið íslenska beri af að mínu mati. Zeljko er eurovision stórstjarna, hann flutti eitt fallegasta eurovisionkeppninnar að margra mati, Lane moje, árið 2004. Þetta er ekki eins fallegt, eða sérstætt eða ég veit ekki hvað. En líklega með betri lögum keppninnar þetta árið. Verður án efa ofarlega.

Makedónía: Kaliopi með Crno i Belo

Æ. Mér finnst þetta eiginlega pirrandi. Ekki slæmt lag, mér finnst það bara leiðinlegt, þess vegna segi ég pirrandi. Ef þetta væri bara lélegt þá væri þetta bara lélegt. Fína líka ekki röddina.


Holland: Joan með You And Me

Það hjálpar mjög mikið að hlusta án þess að horfa því að þessi indjánabúningur truflar of mikið. Þetta er krúttlegt lag, mér finnst söngstíllinn leiðinlegur, en að öðru leyti er ég ánægð með þetta lag. Spurning samt hvernig þetta verður á sviðinu - hvort hún verður í indiánabúning og hvort það muni hjálpa eða trufla.

Malta: Kurt Calleja með This is the night

Þessi fær alveg frumlegheitaverðlaunin, "this is the night" er alveg ofsalega nýtt. Og allt í þessu lagi. Samt ekkert hræðilegt, pínu vemmilegt á köflum. Þetta er bara svona danslag ... eins og svo mörg önnur í keppninni. Varla að fara að vinna en fær þó einhvern slatta af stigum, hugsa ég.

Hvítarússland: Litesound með We Are The Heroes

Æi, ósköp klént og svolítið pirrandi eitthvað. Æ, ekki horror en ég vona að þetta komist ekki áfram.

Portúgal: Filipa Sousa með Vida Minha
Sko þetta er svona fado-lag, og ég er svolítið hrifin af fado-stílnum eftir að mamma keypti disk með einhverri konu sem kom á listahátíð fyrir nokkrum árum og ég hlustaði ofsalega mikið á þennan disk. Þurfti að venjast stílnum svolítið en svo fór ég að elska hann. Því miður jafnast þetta lag ekki á við lögin á disknum sem ég man ekki hvað heitir. Mér finnst þetta ekki slæmt, en ekki nógu gott heldur. Efast um að þetta komist langt.

Úkraína: Gaitana með Be My Guest
Þetta er voðaleg danslagakeppni. Enn eitt danslagið. Mér finnst þetta flott lag af svona lagi að vera, þó að ég efist um að ég muni koma til með að elsa þetta lag. Mér finnst eitthvað töff við þetta.

Búlgaría: Sofi Marinova með Love Unlimited Þetta er ... svei mér þá ... danslag! Það er eitthvað við þetta lag sem ég fíla. Það er eitthvað látlaust til að byrja með, sem mér finnst koma vel út. Hef samt smá áhyggjur af því að þetta sé flutningur sem geti klúðrast í beinni. Viss um að þetta komist ekki áfram þó að ég myndi samt alveg vilja fá það áfram

Slóvenía: Eva Boto með Verjamem
Voða sæt söngkona. Skil samt ekki alveg brúðarslörið á hinni söngkonunni. Finnst þetta svolítið krúttlegt lag, en fíla ekki brúðarslörskaflann. Þetta er svona lala. Maður gleymir þessu strax.

Króatía: Nina Badric með Nebo

Byrjar á skemmtilegum gítar, svo kemur pínu fallegt selló inn í. En nenni ekki svona lögum. Allt í lagi lag, en svona semidramaballaða með dimmradda söngkonu. Finnst þetta ekki nógu fallegt til að vera fallegt og ekki skemmtileg. Finnst allt of mikið af svona lögum og danslögum í þessari keppni andsk. hafi það.

Svíþjóð: Loreen með Ephoria
Jæja, þetta er lagið sem allir eru að missa sig yfir en ég skil bara alls ekki hæpið. Enn eitt danslagið. Reyndar eitt af þeim flottari eða kannski það flottasta. Mér finnst það samt ekkert spes. Held að söngkonan geri samt þetta lag að því sem það er. Með síðri flytjanda væri þetta örugglega hvorki fugl né fiskur. En það virðast allir halda að þetta vinni eða eitthvað svo að kannski skil ég þetta bara ekki.

Georgía: Anri Jokhadze með I'm a joker

Byrjar afskaplega illa. Eitthvað svona söngleikjadæmi. Svo skiptir lagið algjörlega um stíl eins og maður vissi að væri að fara að gerast (já og svo kemur líka inn svona austurlenskur taktur á tímabili...). Þetta er bara vont. Og það er verra þegar maður horfir á þetta. Því að söngvarinn er eitthvað svo ... æi.

Tyrkland: Can Bonomo með Love Me Back

Mér finnst takturinn skemmtilegur. Á samt svolítið erfitt með að gera það upp við mig hvort mér finnst þetta skemmtilegt eða ekki. Það vantar herslumuninn til að sannfæra mig.

Eistland: Ott Lepland með Kuula

So far er þetta fallegsta lag keppninnar. Svona lag sem stendur og fellur með fallegri laglínu, ekki takti, aukahlutum, sjói eða frammistöðu flytjandans. Bara fallegt lag. Finnst samt koma svolítið leiðinlegur dramakafli, en ekki svo. Megnið af laginu er fallegt.

Slóvakía: Max Jason með Don't Close your Eyes

Veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta lag. Held mér finnist það fínt þó að ég fíli það ekki. Geri mér enga grein fyrir því hvernig því muni ganga.

Noregur: Toji með Stay

Nei - danslag! Enn á ný gæti norrænasamstaðan verið að trufla dómgreind mína, en mér finnst þetta fínt. Hann er líka sætur. Samt ekki besta danslagið í keppninni - svo mörg lög. Það verður samt að segjast að viðlagið er mjög klént. Verður spennandi að sjá flutninginn:) Það er pínu Sakis í honum, en þó held ég að hann haldi að hann sé töffari sem blandast ekki sérstaklega við Sakispartinn.

Bosnía Hersegóvína: Maya Sar með Korake ti znam
Það eru bara annað hvort danslög eða ballöður í þessari keppni. Mér finnst þessi svolítið sæt. Hef eiginlega ekkert meira um að hana að segja. Maður mun gleyma henni fljótt, en tónlist sem maður getur alveg hlustað á án þess að fá grænar bólur. Mér finnst samt flautan alveg einum of, plís sleppið henni.

Heyrðu, síðasta lagið, þetta skotgengur:

Litáen: Donny Montell með Love is Blind.
Vá hvað hann er listrænn með þennan klút fyrir augunum. Þetta er ekki gott lag. Haha, fyndið þegar hann rífur klútinn af sér. Flott handahlaup samt. OK, lagið er hálfnað þegar það breytir alveg um takt. Það er allt of seint til þess að gera það.

Guð nú þarf ég að velja hvaða lönd ég vil fá áfram:

Þessi vil ég áfram:
Serbía (fallegt lag með júróvisjónstjörnu)
Holland (fínt lag þó að ég fíli ekki söngstílinn og svona (rosalegan) indjánabúning)
Svíþjóð (þið vitið allt um það)
Eistland (held mér finnist þetta fallegast lag keppninnar)
Noregur (kannski af því að hann er sætur)
Tyrkland (held ég setji það hér ... samt ... jú)

Lög sem ég vil ekki áfram:
Litáen (æi, eiginlega bara vont)
Hvítarússland (æi)
Georgía (blindi maðurinn sem fer að dansa inni í miðju lagi)
Makedónía (ekki slæmt, en fer brjálæðislega í taugarnar á mér, held það sé röddin)
Slóvakía (eitthvað þungarokkspopp, mér er alveg sama hvort það kemst áfram eða ekki, æ, samt ekki)

Þá eru eftir lög sem ég er ekki viss um
Í fyrsta lagi danslögin:
Malta (finnst þetta pínu skemmtilegt, en viðlagið finnst mér bara svo klént)
Úkraína (eitthvað sem ég fíla)
Búlgaría (eitthvað sem ég fíla líka í þessu)
Held ég myndi helst af þessum lögum vilja Úkraínu, svo Búlgaríu, svo Möltu

Portúgal (mér væri alveg sama þó að það kæmist áfram en ég efast bara um það)
Slóvenía (æ, svona bæði og ... meira og ... ætla að segja nei, en samt, jú nei)
Króatía (fallegra en Makedónía ... veit ekki alveg)
Bosnía Hersegóvína (svolítið falleg ballaða sem líður fyrir það að vera ekki nógu eftirminnileg og viðlagið er ekkert spes)
Held ég setji Slóveníu í neðsta sæti af þessum ... þetta er svona lala allt.

Ef ég ætti að spá þá myndi ég segja að öll lögin sem ég vil fá áfram fari áfram + Malta, Króatía, Bosnía oooog Úkraína, eða Slóvenía! Samt kannski ekki Malta. Hm.


4 ummæli:

Regnhlif sagði...

Nenni ekki að leiðrétta innsláttarvillur eða laga setningar sem eru klaufalegar

Nafnlaus sagði...

Jeminn, svo sammála þessu með Litháann....kliskjukennt, alla leið! Samt fannst mér hann pínu krútt, með þennan krúttlega hreim á enskunni sinni og SVAKA dansmúv! En lagið arfaslakt og klúturinn fyrir augun...ó gummi góður!
Er alveg að fíla sænska lagið, svakalega grípandi melódía og dálítið svona fallegt líka - en sammála því að söngkonan gerir ótrúlega mikið fyrir það, ég bjóst alveg við e-i barmamikilli ljósku í alltof flegnum og stuttum kjól - þessi flotta týpa lyftir þessu upp á hærra plan! Er líka bara með mjög flotta rödd. Svo er hún búin að vera að velgja Aserum undir uggum með því að heimsækja mannréttindasamtök....hún fær stigin mín, klárlega!
La vieja (síðan heimtar url frá mér, leyfir mér ekki að kvitta undir bara með nafni!).

Regnhlif sagði...

Hann var ágætur á sviðinu, betri en ég bjóst við. Ég er ekki ennþá að tapa mér yfir Svíþjóð, en kannski bara vegna þess að ég býst við svo miklu af því miðað við hvað fólk er hrifið af því ... skileru. En mjög gott hjá henni að velgja Aserum aðeins undir uggum. Flott týpa

Nafnlaus sagði...

Bloooogg?