þriðjudagur, júní 26, 2012

1012. færsla. Umrótatímar

Ég má ekkert vera að því að blogga.

Ég er trúlofuð (það gerðist reyndar í janúar)
Ég er að fara að gifta mig eftir tvær vikur og þrjá daga. Sjitt. En ætla að fresta veisluhöldum um ár.
Ég er að fara að flytja til US of A eftir tvo mánuði. Sjitt.
Árni Gunnar varð eins árs í maí.
Einar verður þrítugur í júlí.
Ég er (í alvöru) að skrifa M.A.-ritgerðina mína.
Ég er að vinna í nýsköpunarsjóðsverkefni.

Þar hafiði það og hana nú.

Á eftir að finna mér kjól til að vera í í "skemmra" brúðkaupinu núna í júlí. Eigum eftir að kaupa hringa. Eigum eftir að já, gera allt, beiskilí! Líka fyrir brottflutninginn. Ó FOKK

2 ummæli:

ella sagði...

Hm. Það er að mörgu að hyggja á stórum heimilum! Þér láðist að geta um hverjum þú ert trúlofuð og hverjum þú ætlar að giftast. Það reyndar skiptir svo sem ekki máli þar sem þetta er jú þitt blogg en ekki þeirra. Ég á son sem flutti tímabundið af landi brott og á meðan tengdaforeldrarnir hjálpuðust að við að þrífa íbúðina sem verið var að flytja úr brugðu brottflytjendur sér til sýslumanns í annarri sýslu og giftu sig. Ég held ekki að kjóll hafi komið þar neitt við sögu. Ég bíð eftir veislunni sem átti að halda þegar flutt yrði heim aftur. Þetta er orðin löng athugasemd, efast um að þú hafir tíma til að lesa hana.

Nafnlaus sagði...

Frábært og til hamingju! :) Silja var nú vist búin að segja mér þetta flest allt.
Vona að, ef mér verður boðið í brúðkaup, að boðskortin komi ekki allt of seint! ;) :)
Og hlakka til að lesa um líf ykkar í USA! :)