1018. Svolítið heitt
Það var nú bara þónokkuð heitt í dag.
Bless.
p.s. Ég ætla alltaf að enda mjög snögglega með "bless", eins og í síðustu færslu. Hehe.
Nei segi svona. Ég er að fara á pínulítið undarlegan prjónalönsjh á morgun með málfræðiprófessor sem ég hef aldrei séð og konunni á skrifstofunni hjá málvísindadeildinni. Ástæða: Ég hef áhuga á prjónum og þær líka ... ég veit ekki alveg um hvað ég á að tala þarna og svo er ég ekki að prjóna neitt.
Ég er rétt að jafna mig núna, klukkan er tuttugu mínútur yfir níu, eftir matinn sem ég borðaði um tvöleytið. Ég hef sjaldan borðað eins yfir mig. Fórum með Antoni á indverskt hlaðborð. ÉG VARÐ AÐ SMAKKA ALLT. Milli sex og sjö leið mér enn svo illa að ég hélt ég væri orðin veik. Lá í rúminu og reyndi að sinna barninu með hálflokuð augun þangað til Einar kom heim. Ég var ekki veik. Ég var ofsalega södd. Muna það næst - borða minna.
Bless. (í alvöru núna).
2 ummæli:
Hahahah :) Soldið mjög Bridget Jones færsla núna :)
Við eigum eftir að fá að komast að því sem gerist á pínulítið undarlegum prjónalönsjh.
Skrifa ummæli