mánudagur, maí 26, 2014

1032. færsla. sumar

Ég er þreytt. Mér er heitt. Ég er með eldrautt nef og andsk. ofnæmispirring. Ef það er eitthvað sem gefur tilefni til pirrningsblóts þá er það ofnæmi. Lífið er ljúft og dagarnir góðir í sól og hita, en maður er ansi uppgefinn eftir þetta. Kannski líka af því að ég geng slatta af kílómetrum hvern dag. Hlakka mjög til að koma til Íslands og hitta allt fólkið mitt en ég mun vafalaust sakna veðursins hér (já, og vina hér). Ég held samt að ég kjósi frekar hið eilífa íslenska haust (eins og var í Reykjavík í fyrrasumar) en 40°C hita og raka, sem verður sjálfsagt hér í sumar. En maí er málið. Frekar yndislegt.

Tilgangslausasta færsla sögunnar. Og þó.

2 ummæli:

Nanna sagði...

Já, maí er gódur mánudur! :)

Regnhlif sagði...

Mega góður mánuður:)