föstudagur, maí 16, 2014

1031.

Mig dreymdi í fyrrinótt að ég væri systir spiderman. Þetta var martröð, því að ég þurfti alltaf að vera að slást við einhvern, alveg hræðilegt. Ég leit samt meira út eins og batman. Og svo, þegar ég vaknaði við að sonur minn kallaði (aldrei þessu vant var ég mjög ánægð með að hann vekti mig svo snemma morguns) fattaði ég að ég lá í súperman stellingu: með aðra höndina beint upp í loft. Ég var svo föst í draumnum að ég fékk mig ekki fram úr rúminu til að athuga með barnið og það sofnaði bara aftur. Það var gleðilegt.

Ég er að drekka rauðvín og nenni ekki að fara að sofa. Einar var hjálpa til við fyrirlestur sem var haldinn í dag og fékk að taka með sér afganga af veitingunum sem voru á staðnum - ólífur, osta og rauðvín. Gott fyrir mig sem sit ein að þessu, feðgarnir sofnuðu saman í kvöld, sá eldri alveg búinn á því eftir mikla törn, sem er raunar ekki lokið.

En það er komið rosa gott veður hérna. Mér líður eins og ég sé í sólarlandaferð, heima hjá mér. Næs. Ég verð samt að segja að ég er mjög kresin í sambandi við veður og hitastig. Ég vil helst hafa um 25°C, þónokkurn raka og hálfskýjað, og kannski smá golu. Ég er orðin ýkt brún á minn mælikvarða, þ.e. rauð. Á vissum stöðum, þ.e. á öxlunum þar sem ég brann óvart aðeins pínu um daginn. Ég sá samt konu í dag sem var með alveg örugglega ljósari húð en ég. Ég horfði svolítið á hana og brosti. Vona eiginlega að hún hafi ekki tekið eftir því.

Jæja.

2 ummæli:

Nanna sagði...

Tad er gedveikt fyndid ad thú hafir vaknad í superman stellingu!

Mmmh - raudvín, ólífur og ostar (Y)

ella sagði...

Jæja - :)