sunnudagur, september 07, 2014

1038. færsla. Krútt

Ég held ég hljóti að hafa upplifað krúttlegra kvöld en flestir aðrir:) Við erum að passa lítinn vin, hann Lou, sem er ári yngri en ÁG. Þrátt fyrir talsverðan aldursmun (já, þegar aldursmunurinn er 1/3 eða helmingur ævinnar, þá er eitt ár ansi mikið) og að enska sé annað tungumál þeirra beggja, ná þeir ansi vel saman. Sátu hlið við hlið á sama tripptrapp-stólnum og borðuðu kvöldmat, og kúrðu svo hlið við hlið á flatsæng inni í herberginu hans Árna. Ég hafði nú upphaflega ætlað að láta ÁG sofa í sínu rúmi, en hann vildi auðvitað fá að vera á gólfinu hjá Lou. En svo færði ég reyndar Lou upp í rúmið hans ÁG því að Lou virtist ekki geta slakað nógu vel á þarna. Þetta var allt saman hrikalega sætt.

Ég er ekki frá því að þetta hafi verið auðveldara heldur en að vera með Árna Gunnar einan. En ég hef svo sem lengi vitað það - að það er (á köflum) auðveldara að vera með eitt barn en tvö. Þ.e. þegar þau eru ekki að rífast eða vilja/þurfa tvo gjörólíka hluti á sama tíma.

Engin ummæli: