mánudagur, september 15, 2014

1040. færsla. armæða og kveinstafir

Ég held ég bara verði að ráða mér heimilishjálp þegar ég verð fullorðin. Ég verð að segja það að mér finnst það rýra lífsgæði mín verulega að þurfa sífellt að vera að taka til, þrífa, þvo þvott o.s.frv. Þetta er svo mikið streð! Maður þarf eilíflega að vera á tánum að vinna á hverju smáatriði, rétt til að halda í horfinu, og um leið og maður slær slöku við í örlitla stund þá er allt gjörsamlega komið á hvolf aftur. Á sama tíma finnst mér það rýra lífsgæði mín svolítið að búa í drasli. Oh þetta er svona vandamál sem er engin góð lausn á. Milli steins og sleggju. Ömó alveg hreint. (þ.e. ekki hreint). Virkilega þunglyndislegt að hugsa um þetta. Ég ætti að vera einhvers konar aristókrati (mig langaði frekar að segja "aristókrat", fannst það eiginlega meira töff, en fann það ekki í orðabók svo að ég notaði frekar "aristókrati" og finnst það miklu meira lummó). Það væri líka mjög vel þegið að einhver hjálpaði mér að klæða mig á morgnana. Og eldaði fyrir mig. Já.

3 ummæli:

Nanna sagði...

Herbergisfélaginn minn í lýðháskólanum mínum sagði þetta í fyrsta skipti sem hún þreif baðherbergið okkar: "Nanna, hvordan rengører man et toilet? Jeg har aldrig set vores rengøringskone gøre det."
Datt það bara svona í hug þegar ég las færsluna :)

Regnhlif sagði...

Hahahaha

Fríða sagði...

Ég myndi vilja hafa einhvern sem setur saman hollan matseðil fyrir mig og eldar fyrir mig, nákvæmlega eins mikið og ég þarf.