þriðjudagur, september 16, 2014

1041. færsla. Drep

Ég er alveg hreint gjörsamlega að drepast úr leiðindum í augnablikinu. Held það sé vegna þess að ég ætti að vera að taka til (sjá síðustu færslu). Vatnsmelónuísinn sem ég er að borða hjálpar samt aðeins. Þetta er bara frosin vatnsmelóna á priki. Elska þetta og sonur minn líka. Oh, þarna stal hann mínum af mér af því að hann var búinn með sinn. Kannski fæ ég mér þá bara annan, nóg til sko. Og þetta getur maður borðað með góðri samvisku.

Ég þarf samt að taka til, þetta er ekkert grín. En svo þarf líka að elda. Og borða. Og ganga frá eftir matinn. Og koma barni í háttinn. Ég tek það fram að ég er ekki ein í þessu. Einar hefur samt talsvert meira að gera en ég, svo að það er eðlilegt að ég kannski taki smá til á meðan hann er í skólanum eða eitthvað. Ef það bara væri ekki svona drepleiðinlegt.

Pabbi kemur á föstudaginn. Hlakka mjög til þess. Svo þann 2. október kemur Eysteinn (bróðursonur minn). Húrra fyrir því. Svo um miðjan okt koma mamma og Anna. Jibbí - skemmtilegir tímar framundan. En það er morgunljóst að ég verð að taka til áður en gestatímabilið hefst. Sem sagt, ég hef tvo daga.

Engin ummæli: