fimmtudagur, apríl 17, 2008

772.færsla. grasekkja

jájá. Kærastinn er bara á flandri í útlöndum og skilur mann einan eftir. Þetta er nú bara forsmekkurinn að aðskilnaðarsumrinu mikla. Þá fer ég einu sinni til útlanda, án hans, og hann þrisvar til útlanda, án mín. Á milli þessara fjögurra ferða verður líklega lítill tími til þess að gera eitthvað saman... en kannski er það bara ágætt, því við verðum náttúrulega saman allan sólarhringin þess á milli, svona þar sem við búum saman og vinnum saman (og erum saman).

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Teldu frekar alla "O hvað er gott að sjá þig aftur dagana ;) " Þá er þetta ekki eins slæmt.
Snóran

Nafnlaus sagði...

Verður þú að vinna í sama verkefni og í fyrra?

Það er örugglega fínt að venjast því að vera í burtu frá hvort öðru. Ég og Hrund erum haldnar miklum aðskilnaðarkvíða. Finnst fínt að fá dagsfrí hvor frá annarri en tæpast meira en það.

Kannski ekki alveg eðlilegt en ég hef aldrei verið neitt normal heldur.

Regnhlif sagði...

Snúra: Já, og allt nammið úr fríhöfninni;) hehe

Díana: Já. Verður þú á orðabókinn? Ef svo er þá VERÐURÐU að vera að vinna uppi í Árnagarði (er það ekki?)

Mér finnst svolítið ógnvænlegt hvað ég hef verið fljót að þróa með mér aðskilnaðarkvíða. Ég meina- búin að vera einhleyp öll þessi ár og orðin svo sjálfstæð... svo eignast maður kærasta og er allt í einu orðinn háður einhverjum gaur. Ég vil samt rosa mikið vera óháð:) þannig að ég læt eins og þetta sé bara fínt og ekkert mál... en svo þegar þetta fer að nálgast verð ég einhver "o-ertu að yfirgefa mig-skilja mig aaaleina eftir"-týpa. En ein nótt í aðskilnaði er næstum því jafn slæm og tvær vikur... fyrsta kvöldið er nefninlega verst, svo smávenst þetta... held ég.

SigrunSt sagði...

hey Hlíf hvert er Einar að fara?
Mér fannst alltaf skemmtilegast þegar Nikki var í burtu og kom aftur...stórgóður tími allavega þegar ég hugsa til baka...allar gjafirnar verður að leggja ríka áherslu á það sko að allir bestu kærastarnir komi alltaf með e-ð fatakyns til baka þá fara þeir á topp 10 listann hjá vinkonunum og hver vill það ekki?
huh

Regnhlif sagði...

Einar er í Freiburg núna, bara yfir helgina, í heimsókn hjá systur sinni.
Haha. ég er nú bara sátt ef hann kemur með saltpillur heim:) (og bjórinn auðvitað)

Nafnlaus sagði...

Hvort finnst þér þá betra, að vera háð eða sjálfstæð?

Regnhlif sagði...

Það er betra að vera sjálfstæð! En samt gott að eiga kærasta líka sko...

Nafnlaus sagði...

Ég veit nú ekkert í hvaða verkefni ég verð. Það hefur ekki gefist tími til að funda enn og deila verkefnum niður á okkur. Þetta verður surprise bara. Ég get nú ekki hugsað mér að vera að vinna ein einhvers staðar svo ég stefni á Árnagarð sem minn vinnustað. Tek þetta bara á frekjunni ef einhver er með vesen.

Ég held að það væri ansi slæmt ef maður væri ekkert háður manneskjunni sem maður er í sambandi með. Það er líka hægt að vera háður einhverjum á mismunandi vegu. Svo lengi sem þú týnir ekki sjálfri þér er gott fyrir þig að vera aðeins háð Einari. Ef þú ert eins og ég er enginn sem lætur þér líða betur en hann (Hrund í mínu tilfelli þ.e.).

Ástirnar í lífi manns eru eins og eitthvað rosa gott og matarkyns (grunar að þú skiljir líkingu á borð við þessa mjög vel þar sem þú ert fæddur nautnaseggur eins og ég). T.d. súkkulaði eða bragðmikil súpa. Við erum ekkert háðar þessu, þ.e. lífsafkoma okkar veltur ekki á því, en lífið væri svo miklu verra án þess.

Ég geri mér grein fyrir því að fólk er mikilvægara en matur!

Þú gætir líklega lifað án Einars en til hvers að vera að því. Og þótt þú sért þú þá ertu líka Hlíf og Einar. Og vanti Einar vantar hluta af þér.

Er ekki annars gott að elska?

Helgin á Malarrifi hefur gert mig mjög angurværa. Best ég hætti þessu núna ...

Skil jú mí?

Regnhlif sagði...

Haha. Já, ég held ég skilji. Matarlíkingar virka alltaf voða vel á mig;)