föstudagur, ágúst 08, 2008

810.færsla. hryllingur

Ég vaknaði. Staulaðist svefndrukking og óklædd inn á klósett. Settist og byrjaði að pissa. Bzzz. Bzzz. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Leit hægt við og horfði í augun á versta ótta mínum: feitum geitungi sem sveimaði ögrandi um, beint fyrir aftan mig þar sem ég sat nakin og varnarlaus. Hætti að pissa, sturtaði, stökk út og lokaði dyrunum á vandamálið.

Þetta var mjög ógnvænlegt.

Hélt að þetta ætti að vera óvenju geitungalítið sumar. Síðustu daga hafa þrír geitungar stolist inn til okkars Einars. Einn veiddi ég og kramdi milli tveggja plastglasa. Annan veiddi Einar og sleppti út í frelsið (góðhjartaðri en ég). Og sá þriðji er annað hvort í svaka stuði inni á baði eða hefur verið svo almennilegur að flúga út sömu leið og hann kom.

Einn geitungur gerðist óboðinn gestur í matarboði hjá Adda bró um daginn. Stóru bræður mínir, Addi og Eyfi, létu báðir eins og geitungurinn væri enn einn bróðirinn, leyfðu honum að setjast á fingurinn á sér og gerðu sig ekki líklega til þess að GERA EITTHVAÐ í málunum. Svo færði geitungurinn sig upp á skaftið og fór að sveima í kringum minnsta barnið í familíunni og þá hóf kvennakór fjölskyldunnar upp mótmælasöng. Eyfi varð nú bara hálf fúll eitthvað og sagði "þetta er bara fluga!"
og við allar bara "Nei, þetta er GEITUNGUR!" og hann bara "Það er samt bara fluga":)

I hate those bastards. Þeir eru svo ósvífnir. Stinga bara ef þeim sýnist.

5 ummæli:

Fríða sagði...

hahaha Geitungur enn einn bróðirinn :)

Solla sagði...

ég er alveg að fíla þetta kúk og piss þema hjá þér þessa vikuna :)

Nafnlaus sagði...

Það var geitungabú í trénu fyrir utan eldhúsgluggann í fyrrasumar. Allt sumaraið var eins og atriði úr Birds, bara með geitungum.

Þegar ég fór í aðgerðina um daginn komu tveir geitungar í heimsókn. Ég gat ekki einu sinni gengið og hringdi vælandi í Hrund. Hún náði að róa mig en ég geitungarnir héldu sig inni í eldhúsi. Ég var mjög svöng þegar Hrund kom heim.

Svo mæli ég ekki með að setjast á geitung í þynnkunni (þú þunn, veit ekki með geitung).

dr

Regnhlif sagði...

Já, Solla, ég dett stundum inn í svona kúk og piss þema.

Dr: þetta hefur verið hryllingur... eldhúsið hertekið af geitungum. Hræðilegt.

Bíddu... setjast á geitung í þynnkunni...? Hefur þú lent í því?

Nafnlaus sagði...

Ó,já. Ég var að fara að koma mér svo vel fyrir í sófanum en hlammaði mér því miður á morðóðan geitung. Ég skal bara segja þér þessa sögu á morgun.

Það er eiginlega frekar skemmtilegt að þú skulir gleyma flestum sögum sem ég segi þér. Ég get alltaf sagt þér sömu sögu nokkrum sinnum og bara ekkert að því.

Sjáumst á morgun. Er pínu þunn. En stefni enn á bakstur.

dr