mánudagur, október 20, 2008

840.færsla. ástÁst á sjálfum sér getur orðið til vandræða. Þessu komst ég að um daginn. Ég stóð inni á baði og var að drekka vatn úr flösku og horfði á sjálfa mig í speglinum. Með flöskuna á vörunum og dáleidd af eigin spegilmynd gekk ég út úr herberginu. Og gekk á dyrastafinn. Þannig að flaskan, sem var við varir mínar, sprengdi vörina á mér. Ég fékk sár á innanverða efrivörina, á tveimur stöðum.

Varið ykkur á eigin spegilmynd. Þó að hún sé heillandi þarf maður samt að horfa fram fyrir sig þegar maður gengur.

Kjánaleg meiðsli punktur is.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það hafa þá sem sagt ekki vaxið á þig stuðarar? Sjá síðustu færslu. Hefði einmitt verið svoo hentugt.

Nafnlaus sagði...

Vinkona mín hér, sem situr vid hlidina á mér, spurdi hvort tetta væri systir mín. Sko thú.

Nafnlaus sagði...

Ég skellti bílhurð á eyrað á mér í dag þegar ég var ekki að horfa á hvað ég var að gera... Sem betur fer sprakk það ekki! Það hefði verið leiðinlegt... Rosa flott mynd! Þú ert greinilega orðin klár á fínu tölvuna! :)

Nafnlaus sagði...

Í ykkar tilfelli eru það þá ekki fötin sem skapa manninn heldur gleraugun systurnar.

Regnhlif sagði...

Ella: nei, ekki nógu stórir stuðarar. Samt er ég nú ágætlega bólstruð sko.

Nanna: haha, fyndið. Ég held við séum líkar stundum á sumum myndum. Þó að við séum ekki beint líkar í alvörunni sko. Kannski svipað litarhaft.

Gyða: Ég skellti einu sinni bílhurð á bak við eyrað á mér, og fékk kúlu bak við eyrað. Það var ýkt halló.

Soldið fyndið: þegar ég klikkaði á kommentin þá voru bara komin tvö, en þegar ég las þau voru þau orðin fjögur. Akkúrat á sömu stundu og ég klikkaði á þau kommentuðu Gyða og Ella.

Nafnlaus sagði...

Heyrðu ég meiddi mig bara ekkert í gær, aldrei þessu vant. Nema ég gleymdi að ég var með hálfgert tak í brjósklosbakinu mínu, tók Rakel í fangið með látum og sveiflaði henni eitthvað. Ég öskraði. Henni brá. Ég missti hana næstum.

Ætli Gyða sé nokkuð að smitast af klaufagangnum í okkur. Ég þekki nefnilega engan eins og mig í þessum málum nema þig!

dr

Regnhlif sagði...

ekki sveifla stórum börnum með brjósklosbaki. Það er örugglega vont.

já kannski er gyða að smitast.

Nafnlaus sagði...

Who´s that pretty girl in the mirror there?! No wait that´s mee! :)

Nafnlaus sagði...

Ást til mín frá þér... nei ég meina til þín frá mér ;)

Regnhlif sagði...

Hahahaha

Such a pretty face, such a pretty dress, such a pretty smile, such a pretty meeeeeeee!

Hvað segir þú, nei ég meina ég?