þriðjudagur, október 21, 2008

841. færsla. að vega og meta

Vigtin hegðaði sér með eindæmum vel í dag, þvert á allar spár. Ég hef samt varann á, þetta er svoddan ólíkindatól og gæti allt eins farið í fýlu þegar síst skyldi.

Talnablindan rifjaði upp gamla takta í dag og lét mig mæta á kolvitlausum tíma í ræktina. Þegar ég var í tónlistarskólanum var ég „alltaf“ að mæta annað hvort klukkutíma of seint eða of snemma, þ.e. að segja þau ár sem tíminn minn byrjaði hálf eitthvað. Sama gerðist í dag. Ætlaði í tíma klukkan 17:20 sem einhvern vegin breyttist í hálf fimm í mínum huga. Áttaði mig á vitleysunni þegar einhver kona í búningsklefanum spurði mig hvort ég væri að fara í Body Balance. Hún horfði undarlega á mig þegar ég stundi lengi lengi „Oohhhhhhhhhh, hún er hálf fimm, er það ekki? Hún er hálf fimm? Oh, nei, ég trúi þessu ekki“ og hallaði hausnum á mér um leið upp að skáphurðinni eins og vitleysisgangurinn í sjálfri mér væri mér um megn.

En ég fór þá bara í body balance. Það var fyndið. Vantar nefninlega allt jafnvægi í mig. Þannig að ég gat engan vegin staðið á einum fæti, bein og elegant, heldur hristist ég og skal í allar áttir á milli þess sem ég notaði alla hina skankana til að styðja mig. Hnerraði síðan hátt (og ég hnerra sko hátt) í miðri slökuninni. Þetta var samt gott sko. Var allavega mjög slök eftir slökunina.

Veitir ekki af.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahahahaha, you so funny!
Varðandi síðustu færslu á undan þessari - manstu þegar þú gekkst á glerhurðina á Smáratorgi, híhíhí - "ég held ég gangi á hurð, held ég gaaangi á hurð..."!!!!
Knús, la gorda (todavía...).

Nafnlaus sagði...

P.s. þú (þið) ert voðalega mjóslegin eitthvað að sjá á þessari fínu mynd! Jafnvægisæfingarnar greinilega að gera sig :)

Nafnlaus sagði...

Hey, ég var alltaf í Body Balance úti í Glasgow! Vissi ekki að það væri til hér. Það var alltaf jafn fyndið þegar einhver (stundum ég) datt um koll í tignarlegri jafnvægisæfingu.

Nafnlaus sagði...

Eg søkka feitt i øllum jafnvægisæfingunm i yoga og hef actually dottid a rassinn. En eg er ogesslega klar i lotus stødunni og hef faranlega sveigjanlegan hrygg. Yoga i kveld

Snoran

Regnhlif sagði...

Rannsý. Já, fyndnast samt þegar við byrjuðum báðar að syngja á sama tíma "ég held ég gangi á hurð ég held ég gangi á hurð". Mjóslegin segirðu... kannski var ég bara að soga kynnarnar inn í munninn. En samt ALVEG 1 og hálft kíló farið (í bili, sjáum hvað vigtin segir í dag... gæti hafað farið upp á við).

Salkus: Komdu í baðhúsið. Þar er body balance og AFRÓ ógjó skemmtó. Og ýmsir aðrir tímar.

Haha Þóra mín... get einhvern vegin ímyndað mér að þú sért ekki mikið betri í jafnvæginu en ég (minni á hjólatúrinn í Nauthólsvíkinni...)

Regnhlif sagði...

ætlaði ekki að segja "gæti HAFAÐ".... haha "gæti hafa farið"