föstudagur, maí 15, 2009

909. eftir seinni undankeppnina

Svona fór um sjóferð þá.
Ekki var ég mjög sannspá (þetta gæti verið byrjunin á fallegu ljóði)

Ég spáði Aserbaidsjan, Úkraínu, Albaníu, Eistlandi, Grikklandi og Noregi áfram. Bara 6 rétt af 10!

Svo komust Króatía, Litháen, Danmark [innsk: af hverju skrifaði ég Danmark, er ég útlensk?] og Moldóva áfram en ég hélt/vonaði að þessi lönd kæmust ekki áfram. Hefði mun frekar viljað fá Ungverjaland áfram og jafnvel Serbíu. Var nú líka hrifin af Kýpur, en það misheppnaðist voðalega á sviðinu, (eða, mér fannst stelpan a.m.k. alveg rammfölsk, ég þurfti að halda fyrir eyrun sko). Svo var ég nú ekkert voðalega hrifin af Slóvakíu en hefði viljað það fram fyrir Króatíu og Litháen! Og Danmörk fannst mér ekki spes. Svosem allt í lagi.

Annars fannst mér nokkur af fyrstu lögunum ansi fölsk. Man ekki samt alveg hvaða. Hins vegar kom mér á óvart að Sakis (ása, spænskur? NEI:)) skyldi flytja lagið skammlaust, hafði eiginlega hlakkað til að heyra hann syngja svolítið illa (eins og 2004).

Uppáhalds lögin mín úr þessum riðli voru eiginlega (fyrir utan Sakis) Albanía (sem mér fannst fyrst ekki spes, en það er eitthvað við þetta) og Úkraína! Hahaha. Mér finnst það svo fyndið lag.

Löndin sem verða á laugardaginn:
Spánn
Bretland
Frakkland
Þýskaland (stóru löndin)
Rússland (sigurvegari frá í fyrra)
Ísland
Malta
Finnland
Svíþjóð
Ísrael
Tyrkland
Armenía
Portúgal
Bosnía Hersegóvína
Rúmenía (fyrri undankeppnin)
Grikkland
Noregur
Króatía
Litháen
Eistland
Albanía
Úkraína
Aserbaídsjan
Danmörk
Moldóva (seinni undankeppnin)

Topp 3:
Grikkland
Noregur
Tyrkland

4.-6.:
Spánn
Albanía
Portúgal

7.-10.:
Bosnía Hersegóvína
Ísland
Svíþjóð
Úkraína
Armenía

11.-17.
Bretland
Aserbaídjsan
Þýskaland
Ísrael
Rúmenía
Eistland
Aserbaidsjan

18.-25:
Rest

Ég er samt rooosalega óviss. Gæti farið á hvaða veg sem er, nema ég verð hissa ef Grikkland, Noregur og Tyrkland verða ekki í efstu sætunum. Svo spái ég því að Portúgal komi á óvart og verði mjög ofarlega. Set Spán líka þarna ofarlega, en líklega er það of mikil bjartsýni (tapar á því að hafa ekki verið í undankeppni). Svo spái ég þarna Albaníu ofar en t.d. Úkraínu, en það gæti breyst. Spái því að Svíþjóð verði ofar en ég myndi vilja (held þetta höfði á einhvern undarlegan hátt til fólks). Spái þarna Armeníu neðar en ég myndi vilja (gæti samt orðið ofarlega). Svo held ég, því miður að Ísrael gæti orðið ofar en ég set það þarna... fyrst á annað borð þetta komst úr undankeppninni þá gæti fólk fílað þetta. Þýskaland setti ég upphaflega ofar á listann, en held að þeir tapi á því að hafa ekki tekið þátt í undank. Spennó.

Það væri nú gaman að vita ef einhver hefur einhverja skoðun á þessu!!

11 ummæli:

asa sagði...

Ég held að Tyrkland vinni og Noregur verði í 2 sæti.

asa sagði...

Mjög mikill spekúlant, Hlíf, ættir að vera þarna úti með þeim! Hallo sko!

Regnhlif sagði...

Ég þori ekki að spá hvernig efstu þrjú raðast...:)

asa sagði...

nei,, ég sá það. en mér finnst þitt euro blogg það skemmtilegasta, bara svo þú vitir það.

p.s. svo kommentaði ég 2 komment á síðustu færslu,- bara svo þú vitir það :)

asa sagði...

P.s. erum við að fara hafa eh þema í euro partyinu annað kvöld?

Regnhlif sagði...

Haha, ég sá kommentin Ása:) Er alltaf til í þema.

Hugsa alltaf til ársins 2004, þá var þema, veðmál og ég hafði prentað út alla textana. Ógeðslega skemmtilegt partý og ógeðslega skemmtileg keppni.

asa sagði...

Ég var ekki þá.

Hvernig væri þá að svara fyrst maður er að kommenta.

Líst vel á það, veðmál, þema já jájá. prenta út texta hljómar líka vel. Getum við ekki komið með gömul euro lög og hlustað á í hléum. En ég er til í að mæta í þemanu. Hvað gæti það verið? mæta eins og keppendur? Mæta eins og hvert land? mæta í litum?

asa sagði...

Mæta eins og einhverjar gamlar stjörnur? mæta Í FUCK THE CRISIS .. hahahaha bol.
Ég væri til í að búa til þannig bol. Hún er svo fyndin

Regnhlif sagði...

Það er nú spurning hvernig þemað er... 2004 voru fánalitirnir... og af hverju varst þú ekki þá? Varstu að vinna?

Fyrirgefðu, Ása. Ég áttaði mig ekki á því að þetta væri spurning-spurning í kommentunum, hélt þetta væri meira svona tjáning þín. Svo ég svari þér: já, mér finnst hann sætur. Hann þykist ekki vera hommi...en ætli hann sé það ekki bara:)

asa sagði...

http://www.youtube.com/watch?v=WK4Q5xvDb_U þarna eru hún í anti crisi bol, en ég hef séð fuck the crisis og það væri hugmynd.

Ég var að vinna.
Það er allt í lagi, ég þarf heldur ekkert að vera kommenta hérna:)

Regnhlif sagði...

Ég verð alltaf rosa ánægð ef ég fæ komment! Þannig að ekki hætta. Ég hins vegar svara þeim ekkert alltaf... (reyni samt að gera það ef það er spurning í þeim, en stundum bara les ég spurningar ekki sem spurningar;))

Mér finnst anti-crisis eða fuck the crisis góð hugmynd:)!! En þetta hefði kannski þurft lengri undirbúning:)