920.færsla. Tiltekt
Var að henda út af af blogglistanum mínum. Viðmiðunarreglan var að fólk þyrfti að hafa bloggað á árinu til þess að verða ekki miskunnarlaust eytt út. Lét þó hópblogg standa og einn bloggara sem bloggaði í desember á síðasta ári. Margir hanga inni fyrir eins og eitt blogg í janúar, sem er náttúrulega óásættanleg frammistaða! Sorglegt.
Ég er búin að blogga tæplega 60 sinnum á árinu, en það er líka í sjálfu sér óásættanleg frammistaða!
Eins og svo oft áður eru frænkurnar duglegastar, þó að sumar þeirra hafi lent í niðurskurðinum núna.
Flugfreyjurnar hanga furðu seigar inni, hélt að ég væri að fara að senda þennan flokk í hakkavélina, en ég gat fáum eða engum eitt. Sumar eru samt í hættu staddar (stelpur, þið getið enn bjargað lífi bloggsins ykkar!).
Nördin eru nokkuð góð, á þessum síðustu og verstu tímum. Einhverjir blogga reglulega, ein myndabloggar en svo eru nokkur blogg sem ég er farin að hafa ansi miklar áhyggjur af.
Vesalings óflokksbundnu (ég segi vesalings, af því að þetta er svo óflatterandi nafn. Mér þykir samt vænt um ykkur!!) ... standa sig ágætlega. Tveir virkir, einum var eytt (sú átti raunar heima í öðrum flokki en einhvern vegin hafði gleymst að færa hana yfir), og svo einn sem bloggar á margra mánaða fresti. Jæja.
Flokkurinn sem hefur orðið verst úti er elskulegi naktiklúbburinn. Hann er faktískt séð látinn eins og hann leggur sig. Ausan með tvær færslur á árinu og Ása með eina ... æ og ó.
Annars er ég búin að blogga í 6 ár. Bloggið mitt væri að byrja í skóla núna, ef það væri barn. Undarleg tilhugsun. Miðað við það hvað mér sjálfri þótti ég lífsreynd þegar ég var sex ára. Með bleika bakpokann minn, í bláu dúnúlpunni, með röndótta trefilinn. Man mj. vel eftir fyrsta skóladagsátfittinu greinilega. Man samt ekkert eftir skóladeginum sjálfum. Man bara að mig langaði ekkert að fara í skóla, vildi vera áfram á leikskól, og þegar mamma sagði mér að hafa ekki áhyggjur, hún myndi nú fylgjast með mér, sá ég fyrir mér að mamma stæði alltaf fyrir utan skólastofuna og gægðist inn um gluggann.
6 ummæli:
Hangi ég inni?! Mig langar alveg að blogga en geri það einhverra hluta vegna ekki... hmmm... Það gerist e.t.v. einn daginn!
Stína nörd
Heyrðu, síðan þín virkar ekki! Þannig að kannski hefði ég átt að eyða þér:)
Já, ég hugsa oft "kannski ég ætti að blogga" en geri það svo ekki. Einu sinni var ég alltaf bloggandi.
Ég reyni að koma allavega með eitthvað í hverjum mánuði á mitt blogg :) Er búin að blogga ýkt lengi eins og þú. Byrjaði á því eitthvert kvöldið í MR þegar ég átti að vera að læra fyrir latínupróf.
Hmm... Ætli mamma þín njósni ennþá um þig inn um gluggana á Árnagarði? Híhíhí... Fyndin tilhugsun! :)
Gyða
já, þú bloggar ekki oft, en alltaf jafnt og þétt! það er mjög gott:)
Hahaha, það væri fyndið:)
Mér finnst soldið töff að bloggið þitt sé svona gamalt. Vildi að mitt væri það líka.
Þitt verður það með tímanum:) Þetta er sko búið að vera mjög fljótt að líða hjá mér!
Skrifa ummæli