þriðjudagur, mars 12, 2013

1027. færsla. Kaffi og krúsir

Ég held ég hafi, mögulega, verið að upplifa mín fyrstu alvöru kaffifráhvörf í dag. Líklega hefur þetta þó gerst áður en ég er ekkert endilega að leggja svona slæmar minningar á minnið. Eins og ég hef áður sagt er kaffi mikilvægt þegar maður er heimavinnandi húsmóðir. Ekki það að mér leiðist, almennt séð, og alls ekki það að ég hafi ekki nóg að gera, en sumt af því sem maður gerir er bara svolítið óáhugavert. Svona eins og þegar ég var að vinna á leikskóla. Fannst það almennt séð skemmtilegt og yfirleitt var brjálað að gera, samt leiddist manni stundum. Þetta er á þeim stundum sem barnið heimtar athygli sem veldur því að maður getur ekki verið að gera neitt annað en að sinna því, en samt tekur það að sinna barninu ekki nema rétt hálfa athyglina. Maður getur kannski prjónað á meðan, en það getur verið pirrandi því að barnið lítur kannski á prjónana sem keppinaut um athyglina eða sem spennandi leikfang sem það verður að prófa, allavega að koma í veg fyrir að mamman fái að einoka það. Svo bætist kannski ofan í þetta svefnleysi og þreyta - og kaffi verður besti vinur manns.

Hvað um það. Í gær drakk ég bara einn kaffibolla. Og það er reynda ýkjur að kalla þetta kaffi því að þetta lapþunnt kaffi, á litinn eins og tepoka hefði verið dýft í vatn í þrjár sekúndur. Skil ekki hvað gerðist í uppáhellingunni. Talnablindan byrgði mér kannski sýn þegar ég var að telja skeiðar á móti bollum.

Þegar ég vaknaði í morgun var ég svo með hausverk. Þrátt fyrir að hafa sofið í mjög sjaldséða níu tíma og aðeins vaknað einu sinni á því tímabili. Við Árni áttum svo leikstefnumót með mömmuhópnum í hverfinu og þar sem við sváfum lengi þennan morguninn hafði ég ekki tíma til að hita kaffi. Auk þess fær maður alltaf kaffi á þessum hittingum, hinar heimavinnandi mömmurnar og pabbarnir virðast vera sammála mér um nauðsynjar koffíns. En, ég lenti í ófyrirséðum vandræðum þegar ég fór inn í eldhús til að ná mér í kaffi. Það var vissulega kaffi á könnunni, en engir bollar á borðinu. Hins vegar voru þar nokkrar tómar glerkrukkur. Sko, ég hef nefnilega séð fólk drekka úr krukkum hérna. Ég starði nokkra stund á krukkurnar og velti því fyrir mér hvort ég ætti að drekka úr þessu. Ég vissi eiginlega ekki alveg hvort væri betra að vera hálfvitinn sem drekkur kaffi úr glerkrukku sem var bara á borðinu til að þorna og var ætluð í sultugerð eða eitthvað, eða hálfvitinn sem spyr um bolla þegar húsráðandi var búinn að raða krukkum til að drekka úr á augljósan stað. Þannig að ég ákvað að ég þyrfti ekkert á kaffi að halda.

Sem ég þó gerði. Komum svo heim í hádeginu og ég var búin að ákveða að taka ærlega til á meðan barnið svæfi, en þegar til kom var ég bara með svo mikinn hausverk að ég sá mér ekki annað fært en að leggja mig með barninu. Þrátt fyrir að ég hefði sofið óvenjulengi um nóttina. Þegar við vöknum svo bæði er ég enn með þennan bölvaða hausverk. Þá loksins gef ég mér tíma í að hita kaffi.

Og aaaahhh. Bless hausverkur, halló hressleiki!

Það góða við þetta er þó það að hausverkurinn lét mig hvíla mig svo mikið að ég hef líklega ekki verið svona úthvíld frá því að barnið fæddist. Gott. Mjög gott. Bara einn sopi af kaffi í viðbót.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

KAFFI er BEST!
einmitt mjög góður vinur og bráðnauðsynlegt.
mér finnst alveg AGALEGT þegar ég er ein heima með krakkana og ekkert kaffi til.

Kv. Lilja

Regnhlif sagði...

I know! :)

Heimir Freyr sagði...

„Nú er varla sá kotbær til vestra, að ei gángi kaffi svo að kalla jöfnum höndum með matarnautn, sumstaðar tvisvar, ef ei þrisvar, á dag, og eptir því sterkt. Allvíða er svo lángt komið kaffidrykkju, að vegfarendur eða sjófarendur þykja
ósvinnir, bíði þeir ekki eptir kaffi, hvernig sem stendur á sjó eða veðri. Bóndinn getur vart til verka sagt, fyrr en hann hefur hrest sig á drykk þessum, og verkamaðurinn því síður til vinnu
geingið, fyrr en búið er að hýrga hann á kaffi-bollanum.“ (Ársritið Gestur Vestfirðingur, 3. árg., 1. tbl., 1849, bls. 33-34)

Regnhlif sagði...

Haha, ég er náttúrulega vestra þannig að þetta á við um mig:)

ella sagði...

Ég sé að umræðan hér er orðin allt of einsleit: kaffi ojbarasta.

Nafnlaus sagði...

Whats up very nicе blog!! Mаn .. Excellent .

. Superb .. I will bookmаrk уouг blog and take the feеds additіonally?
ӏ'm satisfied to seek out a lot of useful information right here in the post, we want work out more strategies in this regard, thank you for sharing. . . . . .

My web-site: hcg food list

Nafnlaus sagði...

I haνe been broωsing on-lіne mοгe than
thгee houгs today, yet I bу nο means discovered any іntегesting article like yours.
It's lovely worth sufficient for me. In my opinion, if all web owners and bloggers made excellent content material as you probably did, the internet might be a lot more useful than ever before.

My web site hcg success stories
My webpage > the hcg diet

Nafnlaus sagði...

Er þetta blogg dáið? Ég vona ekki!

Kv, æstur aðdáandi bloggsins

Nanna sagði...

Blooooogg? :)

ella sagði...

Sumir eru bara ennþá slakari en ég.

ella sagði...

Ég bloggaði áðan, báðumegin!

ella sagði...

Bláókunnug manneskja sem droppaði inn á þetta blogg gæti hæglega dregið þá ályktun að bloggarinn hefði dáið af kaffiofneyslu.
Eftirskrift: Þú fékkst kveðju frá mömmu þinni í Óskastundinni á gömlu gufunni í morgun. Svona bara ef þú skyldir ekki hafa verið að hlusta sko.