sunnudagur, janúar 26, 2014

1028. færsla. Stundum þegar maður hefur ekki bloggað lengi þá bloggar maður um einn atburð sem gerðist fyrir hálfu ári

Það er svolítið erfitt að skrifa færslu eftir svona langan tíma. Þá finnst manni alltaf svolítið eins og maður þurfi að segja frá öllu markverðu sem hefur gerst síðan í síðustu færslu. Og það er margt, get ég sagt ykkur, enda tæpt ár liðið síðan síðast, og það alls ekki tíðindalítið, t.d. hélt maður síðbúna brúkaupsveislu, sem var líklega besta partý sem sögur fara af. Allavega lýsti einn gestur þessu sem veislu aldarinnar (OK, ef ég á að vera alveg hreinskilin þá man ég ekki alveg hvort hann sagði "aldarinnar" eða "ársins", en ég hallast að hinu fyrrnefnda, offcors). Nú er ég eiginlega búin að gifta mig tvisvar, sama manninum, og búin að prófa tvennt, að halda mjög fámenna og lágstemmda veislu, og svo hinn endann, almennilega stóra veislu (hefði þó viljað bjóða mun fleiri, ótrúlegt hvað maður þekkir margt fólk og þykir vænt um marga). Og ég verð að segja, djöfulli mæli ég með þessu. Báðar veislurnar voru svo ótrúlega skemmtilegar. Þegar við ákváðum að gera þetta svona, þ.e. að hafa ekki almennilega veislu beint eftir brúðkaupið, vorum við samt alveg ákveðin í því að halda samt stóra veislu, þó að seinna yrði. Við ákváðum því að gifta okkur á föstudegi 2012, þannig að sama dagsetning yrði laugardagur 2013 og að þá yrði veislan haldin. Ég verð samt að játa að eftir fyrri veisluna (þar sem bara nánasta fjölskylda var viðstödd) var ég ekki aaalveg viss um hvort ég hreinlega nennti að halda aðra veislu, ég meina, hin fyrri var frábær, og það olli mér miklum kvíða að þurfa að skipuleggja stóra veislu. En það var svo fullkomlega þess virði. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta yrði svona skemmtilegt. Hvorug veislan var samt neitt fancy fancy - við gerðum mest af matnum sjálf (tengdamamma gerði mest en Anna sys og sytkini Einars lögðu líka hönd á plóginn). Skreytingar voru einfaldar, luktir úr Tiger (ótrúlega fallegt og einfalt, hefði ekki þurft meira, þannig séð), blöðrur sem ég keypti hér úti, og svo málaði ég glös úr ikea og notaði sem sprittkertastjaka og keypti gerviblóm og þetta tvennt síðastnefnda voru borðskreytingar. Auður og Sara mágkona hjálpuðu við að skreyta og fullt af fólki hjálpaði okkur við að setja upp salinn. Pabbi og tengdaforeldrar hjálpuðu okkur mikið peningalega líka. Við reyndum samt að halda kostnaði í lágmarki, það eina sem skipti okkur máli var að það yrði gaman. Ég keyti ódýran kjól hérna úti, þurfti þó að laga hann heilmikið hjá saumakonu heima, ég málaði mig sjálf og greiddi, Auður tók myndir af okkur (og Ása líka), vinur Einars kom með bróður sínum og þeir trúbbuðust fyrir okkur, annar vinur Einar bjó til playlista sem rúllaði seinna um kvöldið. Anna systir og Gylfi bróðir Einar sáu um frábæra veislustjórn. Og já. Æðislegt. Dásamlegt. Svo voru líka svo skemmtilegar ræður OG skemmtilegir gestir:)

Hérna er ein mynd úr salnum. Nær samt auðvitað ekki að sýna hvað þetta var fallegt eftir að salurnn var orðinn dimmur og luktirnar nutu sín, en samt sýnir þetta svolítið:) Borðskreytingarnar sjást heldur ekki.


Allavega, þetta er ekki færsla um bestu brúðkaupsveislu ever, heldur um það hvað það er erfitt að blogga eftir langan tíma.

2 ummæli:

Nanna sagði...

Vó maður hvað þetta er fullkomin og fáránlega flott mynd!
Oh damn, hefði viljað upplifa svona skemmtilega og fullkomna brúðkaupsveislu! En gaman að lesa hvað þetta hefur verið gaman :)

Regnhlif sagði...

Takk:) Já, þú hefðir örugglega getað skemmt þér vel - allavega var dans:)