þriðjudagur, febrúar 11, 2014

1029. Veðrið

Ég er orðin frekar pirruð á þessu veðri. Það er bara endalaust frost og hver "snjóstormurinn" á eftir öðrum. Ég veit að "snjóstormur" á ekki að vera til í íslensku, en ég er samt að tala um það sem hér er kallað "snow storm". Ég er alltaf að bíða eftir þessum stormi sem aldrei kemur, og hef loks komist að þeirri niðurstöðu "snow storm" þýði einfaldlega bara snjókoma. Ég ræddi þetta við bandaríska kunningjakonu mína og hún virtist ekkert vita hvað þetta þýddi. Allavega sagði hún bæði að það þyrfti ekki að vera vindur til að þetta héti snow storm, og að það þyrfti að vera vindur til að þetta héti snow storm. Hvað um það ... það er bara snjór hérna út í hið endalausa. Og frost. En þið vitið, ég er Íslendingur, og þótt það séu nú ekki miklar frosthörrkur fyrir sunnan, þá er maður nú alveg vanur snjó og kulda, að ég tali nú ekki um skítaveðrið. Svo að ég ætti að hafa þol fyrir þessu. En ég er svo pirruð á þessu. Kannski vegna þess að mér finnst algjör óþarfi að ég fái íslenskt veður fyrst ég er ekki á Íslandi. Og í annan stað, síðasti vetur var ekki svona, ég keypti snjóbuxur á ÁG sem hann notaði einu sinni. Svo að ég bjóst eiginlega ekki við neinum almennilegum vetri. Og er ekki í gír fyrir vetur. Það sem mig langar að gera er að labba í 1,5 klukkutíma á dag með kerruna. Og það get ég ekki í þessu frosti. Eða sko, ég get það auðveldlega, en ég vorkenni barninu í kerrunni sem situr kjurrt í kuldanum. Svo að, urg. Blaaaaaaa. Pant fá rosalega gott veður í vor. Pant að þetta vor komi fljótt. Í alvörunni.

Og svo eru Auður og Þóra að koma í heimsókn á fimmtudaginn, wúhú. En nú er ég dauðstressuð um að það verði eitthvað vesen því að það á að vera svo mikil snjókoma á fimmtudaginn, þegar þær lenda. Úff sko, eins gott að þær komist án vandræða.

5 ummæli:

Nanna sagði...

:) Thó thú sért greinilega pirrud á tessum snow storm sem aldrei kemur, thá bara gat ég ekki sleppt tví ad brosa allan tímann medan ég las :)

Fríða sagði...

Farðu í söngnám frænka, þú átt ekki eftir að sjá eftir því. Ef það er eitthvað sem ég sé eftir, þá er að hafa ekki gert það þegar ég var á þínum aldri.

Regnhlif sagði...

Af hverju... ég ... ha?
Mig langar reyndar pínu í söngnám. Eða kór allavega.

Regnhlif sagði...

Nanna: :)

ella sagði...

Snjóstormur ætti auðvitað að vera bylur en nú fer ég að skilja hvers vegna fréttamenn þýða það stundum bara með þessu óíslenska orði.