miðvikudagur, febrúar 26, 2014

1030.

Ég gerði mér ferð niður í bæ í gær spesíalt til að kaupa stígvél á Árna Gunnar. Ætlaði að kaupa þau í KMart. Þar fást rosa glansandi, ódýr Joe Boxer-stígvél. Fékk sjokk þegar ég gekk inn í búðina. Þar var allt á hvolfi og stóð "Store closing". Ojj, ég varð rosalega móðguð yfir því að búðin væri að hætta! Þetta er eini svona "stórmarkaðurinn" sem er aðgengilegur fyrir mig. Með stórmarkaði á ég við svona búð sem selur allt (já, allt) á ágætis verði. Og með aðgengilegur á ég við að ég kemst þangað með einum strætó/subway eða jafnvel gangandi. Allar aðrar svona stórar búðir eru í vesenfjarlægð - þegar maður er ekki á bíl. Og það er ekki eins og ég geti tekið leigubíl, þó að það væri allt í lagi einstaka sinnum því að við eyðum litlu í samgöngur (nema náttúrulega þegar við þurfum að fara til Íslands, það er dýrt) því að ég þyrfti þá að drösla bílstólnum með. Og eiginlega bara kolómögulegt að fara í strætó, fyrir utan tímann sem það tekur, þá þyrfti ég að koma a) barni, b) samanbrotinni kerru c) varningnum sem ég var að kaupa (ég er að gera ráð fyrir að ég hafi keypt mikið, því að maður nennir nú varla að leggja á sig langferð fyrir ein stígvél eða eitthvað)upp í strætóinn, maður má ekki fara með kerruna nema maður brjóti hana saman. Það er svo sem allt í lagi, það þarf bara eitt handtak til að gera það (góð kerra), en það er samt erfitt að drösla henni, barninu og hafurtaski inn í vagninn, reyna að troða sér í sæti o.s.frv, hvað þá ef maður þarf kannski að skipta um strætó og allt. Allavega. Þá fannst mér þetta mjög ljótt af þessari búð að vera að loka. Persónuleg móðgun. Og til að bæta gráu ofan á svart voru svo stígvélin ekki lengur til! Þá varð ég nú bara reið. Gekk samt, særð á svip, um búðina þvera og endilanga þar sem það var auðvitað allt á tilboði og aldrei að vita nema mig vantaði eitthvað. Endurtók í sífellu í hausnum á mér "Af hverju?" og var nokkrum sinnum næstum því búin að segja þetta upphátt við starfsfólkið. Einhvern tímann á ég sjálfsagt eftir að hlæja að þessu. En ekki núna.

Ég neyðist til að kaupa glansandi stígvélin á netinu þá. Huhh. Og get ekki mátað þau á barnið. Pirrandi.

Annað: Það er enn þá helvítis snjókoma í kortunum. Ég sver það. Það komu samt nokkrir daga með sólskini og yfir 10°C hita. En nú er aftur frekar kalt. Og á víst að snjóa í nótt, og á þriðjudaginn. Og ef vorið kemur ekki strax eftir það þá verð ég alveg brjáluð.


5 ummæli:

Nanna sagði...

Thú ert soldid mikid Bridget Jones stundum :D
En keyptiru thá bara ekkert á tilbodi? Held ég hefdi ekki getad sleppt tví.

Regnhlif sagði...

Hehe. Jú, ég keypti silikonsprey til að gera skó vatnsheldari, hjólapumpu og viðgerðarsett (því að ég vissi ekki hvort dekkið væri bara loftlaust eða sprungið), servéttur og afmæliskerti. Frekar undarleg samsetning:)

Nanna sagði...

Hehe já frekar - en gódar vörur! ;)

Fríða sagði...

einhvernveginn þá dettur mér ekkert í hug að segja hér nema: hahahaha :D

Nanna sagði...

Ekkert júróblogg?