fimmtudagur, september 18, 2014

1042. færsla.

Ég er sífellt að lenda í hræðilegum vandræðum vegna leti. Núna snýst þetta um að a) ég nenni ekki að elda b) ég nenni ekki út til að kaupa eitthvað sem ég þarf ekki að elda.

Hræðilegt. Og ég er mjög svöng. Og þreytt. Og á eftir að hengja upp fullt af þvotti og vaska fullt upp. Og Einar er ekki heima.

Ég gæti látist úr leti eða hungri einn daginn. Nema hvort tveggja sé.

4 ummæli:

ella sagði...

Samanber kvæðið um Lata Geira á lækjarbakkanum.

ella sagði...

Melónuísinn sem sagt búinn??

Regnhlif sagði...

Já, þetta er návkæmlega eins og lati Geir!

Og neineinei, nóg til af vatnsmelónuísnum. Ég hefði bara ekki orðið södd af honum.

En við Árni drifum okkur út, það var svona dollaraganga í nágrenninu: fullt af veitingastöðum með litla rétti í boði á einn dollara, lifandi tónlist og skemmtilegheit.

Nanna sagði...

Hljómar ekkert smá æðislegt með svona dollaragöngu!:)